Munur á milli breytinga „Hesteyri“

Úr Slttuhreppur
Jump to navigation Jump to search
(Ragnhildur Oddsdóttir)
(Guðbjörg Jónsdóttir)
Lína 34: Lína 34:
 
===Guðbjörg Jónsdóttir===
 
===Guðbjörg Jónsdóttir===
 
{{:Guðbjörg Jónsdóttir, Hesteyri}}
 
{{:Guðbjörg Jónsdóttir, Hesteyri}}
 +
===Jón Jónsson===
 +
{{:Jón Jónsson, Hesteyri}}
 +
===Eyjólfur Snjólfsson===
 +
{{:Eyjólfur Snjólfsson, Hesteyri}}
 +
===Ísleifur Sigmundsson===
 +
{{:Ísleifur Sigmundsson, Hesteyri}}
 +
===Þorsteinn Bjarnason===
 +
{{:Þorsteinn Bjarnason, Hesteyri}}
 +
===Ísleifur Ísleifsson===
 +
{{:Ísleifur Íslfeisson, Hesteyri}}
 +
===Oddur Jónsson===
 +
{{:Oddur Jónsson, Hesteyri}}
 +
===Ólafur Ólafsson===
 +
{{:Ólafur Ólafsson, Hesteyri}}
 +
===Sigurður Guðmundsson===
 +
{{:Sigurður Guðmundsson, Hesteyri}}
 +
===Jóhannes Bjarnason===
 +
{{:Jóhannes Bjarnason, Hesteyri}}
 +
===Jón Jónsson===
 +
{{:Jón bóndi, Hesteyri}}
 +
===Jóhannes Jóhannesson===
 +
{{:Jóhannes Jóhannesson, Hesteyri}}
  
 
===Sölvi Guðmundur Sigurgeir Betúelsson===
 
===Sölvi Guðmundur Sigurgeir Betúelsson===
 
{{:Sölvi Guðmundur Sigurgeir Betúelsson, Hesteyri}}
 
{{:Sölvi Guðmundur Sigurgeir Betúelsson, Hesteyri}}

Útgáfa síðunnar 2. maí 2025 kl. 19:02

Ábúendur

Bjarn Jónsson

Bjarni Jónsson, Hesteyri

Jón Ólafsson

Jón Ólafsson, Hesteyri

Þóra Sigmundsdóttir

Þóra Sigmundsdóttir. Fædd um 1659.

Hún bjó á Langavelli á Hesteyri 1703 og var þá ekkja. Stjúpsonur hennar var Jón Þorvaldsson fæddur um 1684.


Guðrún Oddsdóttir

Guðrún Oddsdóttir. Fædd um 1644.

Hún var annar ábúandiinn á LangavelliHesteyri] 1703 og var þá ekkja.

Börn: Guðmundur Jónsson bóndi á Látrum og víðar. Guðríður Jónsdóttir, fædd um 1684. Dóróthea Jónsdóttir, fædd um 1687.

Bjarni Jónsson

Bjarni Jónsson. Fæddur um 1678. Var á lífi 1735. Faðir hans var Jón Ólafsson bóndi á Hesteyri. Um móður hans er ekki vitað.

Bjarni átti hluta í Hesteyri og mun hann hafa fengið hann í arf eftir föður sinn. Ekki er vitað hver kona hans var, nú um börn hans. Komið gæti þá til greina, að Jón Bjarnason á Hesteyri hefði verið sonur hans, en það er aðeins ágizkun. Bjarni var orðinn bóndi á Hesteyri 1710 og bjó þar til 1735. Hvort hugsazt gæti, að hann væri Bjarni sá Jónsson, sem sagt er um að síðast hafi búið í Fljóti og var maður Elínar Þórarinsdóttur, sjá Tungu, skal ekki um sagt.


Jón Jónsson

Jón Jónsson, Látur

Ásgrímur Jónsson

Ásgrímur Jónsson, Stakkadal

Málfríður Þórarinsdóttir

Málfríður Þórarinsdóttir. Hún bjó ekkja á Hesteyri 1753. Líklega hefur hún verið systir Elínar Þórarinsdóttur ekkju Bjarna Jónssonar í Tungu. Hver maður Málfíðar hefur verið er ekki vitað.


Jón Kolbeinsson

Jón Kolbeinsson, Hesteyri

Olifer Bjarnason

Olifer Bjarnason. F. um 1710. Var á lífi 1762.

Ekki er vitað hverjir foreldrar hans voru.

Börn: Jón Olifersson bóndi í Reykjarfirði á Ströndum og í Bolungarvík á Ströndum. Ingunn Olifersdóttir, var vinnukona í Rekavík bak Látur 1801 og sögð gift. Maður hennar mun hafa verið Þorsteinn Guðmundsson og sonur þeirra Olifer Þorsteinsson, sem var vinnumaður á Látrum 1801.

Olifer Bjarnason bjó á Sæbóli 1735. Bóndi á Hesteyri 1756-1760. Bóndi í Hlöðuvík 1762. Eftir það er ekki um hann vitað.


Gísli Bjarnason

Gísli Bjarnason, Látrum

Ragnhildur Oddsdóttir

Ragnhildur Oddsdóttir. Trúlega hefur hún verið dóttir Odds Jónssonar á Sléttu. Hún bjó ekkja á Hesteyri 1762.

Jón Bjarnason

Jón Bjarnason, Hesteyri

Þórður Jónsson

Þórður Jónsson, Hesteyri

Sigurður Jónsson

Sigurður Jónsson. F. um 1750. Var á lífi 1810.

Um foreldra hans er ekki vitað.

Sigurður var tvíkvæntur. Hver fyrri kona hans var er ekki vitað. Dóttir þeirra var Sigríður Sigurðardóttir, vinnukona í Miðvík 1816.

Seinni kona Sigurðar var Guðrún Einarsdóttir, f. um 1751.

Börn: Kristín Sigurðardóttir. Guðmundur Sigurðsson. Hann var vinnumaður hér og þar í sveitinni, kvæntist ekki, en honum eru kennd ein fjögur börn.

Sigurður Jónsson bjó á Hesteyri 1785-93. Bóndi í Stakkadal 1793-1806 eða lengur. Bóndi í Hælavík 1810, en horfinn úr bændatölu 1811.


Guðbjörg Jónsdóttir

Guðbjörg Jónsdóttir. Fædd um 1758. Var á lífi 1816.

Hún var dóttir Jóns Kolbeinssonar á Hesteyri. Hún átt fyrr þann mann, er Bjarni hét. Ef til vill hefur það verið sá Bjarni Þórðarson, sem var þingvottur á Sléttu.

Sonur þeirra var Andrés Bjarnason, fæddur um 1777. Hann var vinnumaður hjá móður sinni 1801, en eftir það er ekki um hann vitað.

Guðjbörg bjó ekkja á Hesteyri 1787-88, er hún giftist Eyjólfi Snjólfssyni.


Jón Jónsson

Jón Jónsson. Fæddur um 1760. Dáinn 26. ágúst 1811.

Óvíst er um foreldra hans. Ef till vill hefur hann verið sonur Jóns Bjarnasonar á Hesteyri, eins og áður er minnzt á.

Kona: Ragnhildur, fædd um 1764, dáin 7. júlí 1843, Einarsdóttir.

Börn Oddur Jónsson húsmaður í Þverdal. Jón Jónsson bóndi í Efri Miðvík. Einar Jónsson, Hesteyri dó ungur. Katrín Jónsdóttir, Hesteyri drukknaði ung í smalamennsku. Gísli Jónsson dó ungur. Steinn Jónsson bóndi á Álfsstöðum í Hrafnfirði.

Jón Jónsson bjó á Hesteyri 1787-1811, þar af tvör ár á Seleyri í Hesteyrarlandi. Jón fórst með séra Guðmundi Sigurðssyni á Stað.

Ragnhildur ekkja Jóns bjó á Hesteyri til 1817 eða lengur. Hún fluttist síðar til Steins sonar síns á Álfsstöðum og andaðist þar.


Eyjólfur Snjólfsson

Eyjólfur Snjólfsson, Hesteyri

Ísleifur Sigmundsson

Ísleifur Sigmundsson, Hesteyri

Þorsteinn Bjarnason

Þorsteinn Bjarnason, Hesteyri

Ísleifur Ísleifsson

Ísleifur Íslfeisson, Hesteyri

Oddur Jónsson

Oddur Jónsson, Hesteyri

Ólafur Ólafsson

Ólafur Ólafsson, Hesteyri

Sigurður Guðmundsson

Sigurður Guðmundsson. Fæddur um 1781. Var á lífi 1811, en dáinn 1816.

Foreldrar: Séra Guðmundur Sigurðsson á Stað í Aðalvík og kona hans Ingibjörg Vernharðsdóttir.

Kona: 1804, Álfheiður, fædd um 1780, dáin 6. september 1840, Bjarnadóttir, Jónssonar bónda á Marðareyri.

Barn: Guðmundur Sigurðsson, fæddur 1806, dáinn 31. júlí 1841, bóndi á Steinólfsstöðum í Jökulfjörðum.

Sigurður Guðmundsson bjó á Stað 1805. Bóndi á Hesteyri 1810-11. Ekki er vitað hvenær hann fluttist að Hesteyri.


Jóhannes Bjarnason

Jóhannes Bjarnason, Hesteyri

Jón Jónsson

Jón Jónsson. (Jón Bóndi). Fæddur um 1778. Dáinn 15. september 1839.

Foreldrar: Jón Þorleifsson bóndi á Norðureyri í Súgandafirði og kona hans Guðrún Jónsdóttir.

Kona: Ragnhildur, fædd 1783, dáin 15. júlí 1843, Jónsdóttir, Þorkelssonar bónda í Hlöðuvík, síðar á Atlastöðum.

Börn: Guðrún Jónsdóttir, átti Ísleif Ísleifsson bónda á Hesteyri. Þorkell Jónsson bóndi á Hesteyri.

Jón Jónsson bjó á Látrum 1805. Bóndi í Tungu 1810. Hann mun hafa flutzt að Hesteyri 1812. Bóndi á Sléttu, en fluttist aftur að Hesteyri og bjó þar síðan. Hann var kallaður „Jón Bóndi“, mun hafa verið góður sigmaður. Eitt festarhald á Hælavíkurbjargi var við hann kennt og kallað „bóndasig“.


Jóhannes Jóhannesson

Jóhannes Jóhannesson, Hesteyri

Sölvi Guðmundur Sigurgeir Betúelsson

Sölvi Guðmundur Sigurgeir Betúelsson. Fæddur 30. janúar 1893

Foreldrar: Betúel Betúelsson þá verzlunarmaður á Hesteyri, síðar bóndi og verslunarstjóri í Höfn og kona hans Anna Jóna Guðmundsdóttir.

Kona: 25. október 1938, Sigrún, fædd 22. september 1905, Bjarnadóttir, Dósóþeussonar á Látrum. Hún ólst upp á Hesteyri hjá Guðbjari Guðmundssyni og konu hans. Barnlaus.

Sölvi var lengi formaður á útvegi föður síns í Höfn. Hann var sigmaður í fjölda ára og varð fyrstur til þess að nota herhjálm til varnar gegn grjótkasti við bjargsig.

Sölvi bjó á Hesteyri 1938-52 og var síðasti hreppstjóri og oddviti hreppsins. Hann fluttist manna siðastur úr hreppnum. Búsettur í Bolungarvík eftir að hann fluttist frá Hesteyri.