Stígur Stígsson, Horni
Stígur Stígsson. F. 12. maí 1832. D. 20. janúar 1899.
Foreldrar: Stígur Jónsson bóndi á Sútarabúðum í Grunnavík og kona hans Rakel Eiríksdóttir.
Kona 1: 3. október 1856, Elín Ebenzersdóttir, ekkja Einars Sigurðssonar á Horni. Þau barnlaus.
Kona 2: 18. apríl 1889, Rebekka, f. 29 maí 1843, d. 7. júlí 1921, Hjálmarsdóttir, Jónssonar á Látrum. Börn: Haraldur Stígsson bóndi á Horni. Frímann Stígsson, f. 24. marz 1876, drukknaði með Jóni Guðmundssyni frá Marðareyri í Jökulfjörðum 9. des. 1893. Frímann ólst að nokkru upp hjá Kristjáni Jónssyni í Höfn. Anna Anika Stígsdóttir dó ung.
Stígur Stígsson bjó á Horni alla sína búskapartíð, frá 1856 til dánardags. Hann var þjóðhaga smiður og mikill athafnamaður, sem orð fór af og lengi hefur verið minnzt. Hann var hreppstjóri um skeið.
20. jan. siðastl. andaðist að heimili sínu Horni í Sléttuhreppi merkisbóndinn Stígur Stígsson, á sjötugs aldri. — Stígur sálugi var búhöldur góður, greiðugur og gestrisinn, og hjálpsamur við þurfandi, og var heimili hans almennt talið meðal beztu heimila í því byggðarlagi. — Hann var smiður bezti, bæði á tré og járn, og er hans almennt mjög saknað þar nyrðra.[1]