Hjálmar Jóhannesson, Rekavík bak Höfn
Hjálmar Jóhannesson. F. 9. apríl 1850. D. 6. maí 1905.
Foreldrar: Jóhannes Sakaríasson húsmaður í Stakkadal, síðast bóndi í Rekavík, og kona hans Guðrún Hjálmarsdóttir.
Kona: 29. sept. 1878, Guðrún, f. 2. maí. 1858, d. 6. janúar 1924, Ebenezersdóttir, Sigurðssonar, bónda í Furufirði.
Börn: Björg Hjálmarsdóttir, dó ung. Jón Hjálmarsson, f. 27. júní 1885, kvæntist ekki. Jóhanna Hjálmarsdóttir, f. 6. maí 1882, d. 4. ágúst 1935. Jóhannes Hjálmarsson skipstjóri á Siglufirði, f. 16. okt. 1895, d. 1942. Ólst upp hjá föðurbróður sínum, Kristjáni Jóhannessyni. Sigurður Hjálmarsson bóndi í Rekavík bak Höfn.
Hjálmar var húsmaður í Rekavík 1880-84. Bóndi á Steinólfsstöðum í Jökulfjörðum 1885 og aftur rétt fyrir aldamótin. Bóndi í Hælavík 1894. Bóndi í Hlöðuvík 1901-1905.