Einar Oddsson, Hlöðuvík
Útgáfa frá 11. nóvember 2012 kl. 16:03 eftir Ingvi (Spjall | framlög)
Útgáfa frá 11. nóvember 2012 kl. 16:03 eftir Ingvi (Spjall | framlög) (Ný síða: <includeonly>Einar Oddsson</includeonly><noinclude>'''Einar Oddsson'''</noinclude>. F. 14. apríl 1831. D. 2. maí 1866. Foreldrar: Oddur Jónsson og Marg...)
Einar Oddsson. F. 14. apríl 1831. D. 2. maí 1866.
Foreldrar: Oddur Jónsson og Margrét Einarsdóttir, ógift vinnuhjú á Stað í Aðalvík.
Kona: 1. okt. 1854, Guðríður, f. 27. maí 1831, Jónsdóttir, Jónssonar í E. Miðvík.
Börn þeirra, sem fæddust í Hlöðuvík, dóu öll ung. Dóttir þeirra var Katrín Hermannía Einarsdóttir, fyrri kona Baldvins Þorsteinssonar í Þverdal.
Einar var við bú í Hlöðuvík 1854-60, en fluttist vestur í Skutulsfjörð 1860 og var síðast húsmaður í Arnardal. Hann var formaður á báti úr Bolungarvík vorið 1866 og fórst þaðan ásamt fjórum hástum í mannskaðaveðri miklu 2. maí.