Sölvi Guðmundur Sigurgeir Betúelsson, Hesteyri
Útgáfa frá 1. maí 2025 kl. 23:28 eftir Ingvi (Spjall | framlög)
Útgáfa frá 1. maí 2025 kl. 23:28 eftir Ingvi (Spjall | framlög) (Ný síða: Sölvi Guðmundur Sigurgeir Betúelsson. Fæddur 30. janúar 1893 Foreldrar: Betúel Betúelsson...)
Sölvi Guðmundur Sigurgeir Betúelsson. Fæddur 30. janúar 1893
Foreldrar: Betúel Betúelsson þá verzlunarmaður á Hesteyri, síðar bóndi og verslunarstjóri í Höfn og kona hans Anna Jóna Guðmundsdóttir.
Kona: 25. október 1938, Sigrún, fædd 22. september 1905, Bjarnadóttir, Dósóþeussonar á Látrum. Hún ólst upp á Hesteyri hjá Guðbjari Guðmundssyni og konu hans. Barnlaus.
Sölvi var lengi formaður á útvegi föður síns í Höfn. Hann var sigmaður í fjölda ára og varð fyrstur til þess að nota herhjálm til varnar gegn grjótkasti við bjargsig.
Sölvi bjó á Hesteyri 1938-52 og var síðasti hreppstjóri og oddviti hreppsins. Hann fluttist manna siðastur úr hreppnum. Búsettur í Bolungarvík eftir að hann fluttist frá Hesteyri.