Stígur Stígsson, Horni
Stígur Stígsson. F. 12. maí 1832. D. 20. janúar 1899.
Foreldrar: Stígur Jónsson bóndi á Sútarabúðum í Grunnavík og kona hans Rakel Eiríksdóttir.
Kona 1: 3. október 1856, Elín Ebenzersdóttir, ekkja Einars Sigurðssonar á Horni. Þau barnlaus.
Kona 2: 18. apríl 1889, Rebekka, f. 29 maí 1843, d. 7. júlí 1921, Hjálmarsdóttir, Jónssonar á Látrum. Börn: Haraldur Stígsson bóndi á Horni. Frímann Stígsson, f. 24. marz 1876, drukknaði með Jóni Guðmundssyni frá Marðareyri í Jökulfjörðum 9. des. 1893. Frímann ólst að nokkru upp hjá Kristjáni Jónssyni í Höfn. Anna Anika Stígsdóttir dó ung.
Stígur Stígsson bjó á Horni alla sína búskapartíð, frá 1856 til dánardags. Hann var þjóðhaga smiður og mikill athafnamaður, sem orð fór af og lengi hefur verið minnzt. Hann var hreppstjóri um skeið.
✝ 20. jan. siðastl. andaðist að heimili sínu Horni í Sléttuhreppi merkisbóndinn Stígur Stígsson, á sjötugs aldri. — Stígur sálugi var búhöldur góður, greiðugur og gestrisinn, og hjálpsamur við þurfandi, og var heimili hans almennt talið meðal beztu heimila í því byggðarlagi. — Hann var smiður bezti, bæði á tré og járn, og er hans almennt mjög saknað þar nyrðra.[1]
Úr sóknarmannatali 1861
Stígur Stígsson Karl húsbóndi 1861 Elín Ebenezersdóttir Kona 49 húsfreyja 1861 Elías Einarsson Karl 10 sonur hennar 1861 Guðfinna Einarsdóttir Kona 9 dóttir hennar 1861 Snorri Einarsson Karl vinnumaður 1861 Oddur Pétursson Karl vinnumaður 1861 Jason Sigurðsson Karl 20 vinnumaður 1861 Sigurborg Stígsdóttir Kona vinnukona 1861 Matthildur Gídeonsdóttir Kona 9 tökubarn 1861 Sólveig Einarsdóttir Kona 38 vinnukona 1861 Soffía Mahalaleelsdóttir Kona 66 vinnukona 1861 Jón Ægedíusson Karl 61 sveitarómagi 1861
Úr sóknarmannatali 1878
Horn Stígur Stígsson Karl 47 bóndi 1878 Elín Ebenezersdóttir Kona 70 kona hans 1878 Haraldur Stígsson Karl 7 sonur bónda 1878 Jason Jónsson Karl 3 tökudrengur 1878 Jakob Hagalínsson Karl 24 vinnumaður 1878 Sveinsína Magnúsdóttir Kona 22 kona hans, vinnukona 1878 Jasína Jakobsdóttir Kona 2 dóttir þeirra 1878 Sigríður Stígsdóttir Kona 54 móðir konu, vinnukona 1878 Þorgeir Kristjánsson Karl 35 vinnumaður 1878 Guðmundur Einarsson Karl 48 vinnumaður 1878 Samúel Guðmundsson Karl 20 vinnumaður 1878 Sigfús Andrésson Karl 54 sveitarkarl 1878 Rebekka Hjálmarsdóttir Kona 35 vinnukona 1878 Guðfinna Einarsdóttir Kona 25 vinnukona 1878 Helga Aradóttir Kona 70 tökukona 1878 Kristín Ebenezersdóttir Kona 53 sveitarkona 1878 Þorbergur Björnsson Karl 45 lausamaður 1878
Úr sóknarmannatali 1879
Horn Stígur Stígsson Karl 48 húsbóndi 1879 Elín Ebenezersdóttir Kona 71 kona hans 1879 Haraldur Stígsson Karl 8 sonur bónda 1879 Jason Jónsson Karl 4 tökudrengur 1879 Guðleifur Þorleifsson Karl 25 vinnumaður 1879 Sveinn Tómasson Karl 16 smali 1879 Sigfús Andrésson Karl 55 sveitarkarl 1879 Rebekka Hjálmarsdóttir Kona 35 ráðskona 1879 Guðfinna Einarsdóttir Kona 26 dóttir konu 1879 Kristín Ebenezersdóttir Kona 54 sveitarkona 1879
Guðmundur Einarsson Karl 49 vinnumaður 1879