Betúel Betúelsson, Höfn
Betúel Betúelsson. F. 11. apríl 1857. D. 18. janúar 1952.
Foreldrar: Betúel Jónsson bóndi á Dynjanda, síðar í Tungu í Fljóti, og kona hans Solveig Jónsdóttir.
Kona: 25. sept. 1891. Anna Jóna, f. 7. des. 1872, d. 25. des. 1959, Guðmundsdóttir, Þorsteinssonar bónda á Hesteyri.
Börn: Sölvi Guðmundur Sigurgeir Betúelsson bóndi og hreppstjóri á Hesteyri. Guðmundur Betúelsson bóndi á Kaldá í Önundarfirði, ókv. Betúel Jón Betúelsson bóndi í Görðum. Ingibjörg Betúelsdóttir, f. 18. nóv. 1898, giftist ekki. Sumarliði Betúelsson bóndi í Höfn. Anna Anika Betúelsdóttir, f. 19. des. 1901, giftist ekki, var ráðskona hjá Guðmundi bróðir sínum. Jón Betúelsson, f. 29. ágúst 1903, d. 8. sept. 1966, skósmiður í Reykjavík, átti Elísabet Friðriksdóttur. Pálína Betúelsdóttir, f. 23. júní 1905, giftist ekki. Guðbjartur Betúelsson, f. 14. janúar 1908, rafvirkjameistari í Reykjavík, kvæntur Gerdu Rasmussen. Sigurður Betúelsson, f. 16. júlí 1909, bifreiðastjóri í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Auðunardóttur. Ólafur Páll Betúelsson, f. 23. janúar 1911, strætisvagnstjóri í Reykjavík, átti Kristjönu Sólbjörtu Kristjánsdóttur.
Betúel Betúelsson bjó í Höfn 1895-1934. Hann fluttist þá vestur að Kaldá í Önundarfirði og átti þar heima síðan. Betúel var verslunarstjóri fyrir útibú Ásgeirsverzlunar í Höfn. Hygginn maður og vel að sér.