Jósef Hjálmarsson, Atlastöðum
Jump to navigation
Jump to search
Jósef Hjálmarsson. F. 4. janúar 1835. D. 29. júní 1904.
Foreldrar: Hjálmar Jóhannsson bóndi í Höfn og kona hans Solveig Jónsdóttir, Höfn.
Kona: 17. apríl 1859, Guðrún, f. 5. apríl 1822, d. 29. janúar 1901, Ólafsdóttir, Jónssonar á Atlastöðum.
Börn: Margrét Jósefsdóttir dó ung og ógift. Ingibjörg Jósefsdóttir, Atlastöðum, f. 21. sept. 1864, d. 21. febrúar 1948, ógift, ljósmóðir í Sléttuhreppi í tugi ára.
Jósef var húsmaður í Tungu 1859-62. Bóndi í Rekavík bak Höfn 1864. Bóndi á Atlastöðum 1870-1900, líklega húsmaður síðustu árin. Jósef var afburða bjargmaður. Hann seig fyrstur manna fyrir fugl í Festarskörð, heiðnaberg Hælavíkurbjargs.