Hallvarður Hallsson
Jump to navigation
Jump to search
Hallvarður Hallsson skáld á Horni og síðast í Skjaldbjarnarvík. F. um 1723. D. 29. maí 1799.
Foreldrar: Hallur Erlendsson síðast bóndi á Horni og kona hans Sigríður Hallvarðsdóttir. Ókvæntur og barnlaus.
Hallvarður var í Höfn 1744. Trúlega hefur hann búið þar um þetta leyti, hvernig sem þeim búskap hefur verið varið. Þá er ekki vitað hve lengi hann hefur verið þar, en farinn hann þaðan 1753.
Hallvarður hefur svo verið með föður sínum á Horni og líklega búið þar einhvern tíma eftir lát hans. Síðast var hann húsmaður í Skjaldarbjarnavík og dó þar.
Hallvarður var skáld gott, listaskrifari og kunn þjóðsagnarpersóna.