Sigurður Þorsteinsson, Horni
(Endurbeint frá Sigurður Þorsteinsson (fæddur 1772))
Jump to navigation
Jump to search
Sigurður Þorsteinsson. F. um 1772. D. 1845 (jarðs. 8. júní það ár).
Sigurður er sagður fæddur í Hælavík, en hverjir foreldrar hans hafa verið, verður ekki sagt með neinni vissu.
Kona: 1802, Anna Snorradóttir úr Höfn, d. 25. júlí 1841.
Börn: Eldjárn Sigurðsson húsmaður í Hlöðuvík og síðar bóndi í Grunnavíkurhreppi, Hjálmar Sigurðsson, d. 26. ágúst 1839, var vinnumaður á Stað í Aðalvík, átti Rósu Bjarnardóttur.
Sigurður Þorsteinsson var vinnumaður í Höfn 1801, húsmaður eða vinnumaður á Stað í Aðalvík 1802. Var á Hrafnfjarðareyri 1808, en vinnumaður á Horni 1816 og líklega húsmaður þar síðar. Sigurður var lengi sjúklingur á sveit, mun hafa orðið holdsveikur. Kona hans var lengi vinnukona í Þverdal og víðar.