Hesteyri
Efnisyfirlit
- 1 Ábúendur
- 1.1 Bjarn Jónsson
- 1.2 Jón Ólafsson
- 1.3 Þóra Sigmundsdóttir
- 1.4 Guðrún Oddsdóttir
- 1.5 Bjarni Jónsson
- 1.6 Jón Jónsson
- 1.7 Ásgrímur Jónsson
- 1.8 Málfríður Þórarinsdóttir
- 1.9 Jón Kolbeinsson
- 1.10 Olifer Bjarnason
- 1.11 Gísli Bjarnason
- 1.12 Ragnhildur Oddsdóttir
- 1.13 Jón Bjarnason
- 1.14 Þórður Jónsson
- 1.15 Sigurður Jónsson
- 1.16 Guðbjörg Jónsdóttir
- 1.17 Jón Jónsson
- 1.18 Eyjólfur Snjólfsson
- 1.19 Ísleifur Sigmundsson
- 1.20 Þorsteinn Bjarnason
- 1.21 Ísleifur Ísleifsson
- 1.22 Oddur Jónsson
- 1.23 Ólafur Ólafsson
- 1.24 Sigurður Guðmundsson
- 1.25 Jóhannes Bjarnason
- 1.26 Jón Jónsson
- 1.27 Jóhannes Jóhannesson
- 1.28 Þorvarður Þorsteinsson
- 1.29 Sigurður Guðmundsson
- 1.30 Bjarni Þorsteinsson
- 1.31 Ísleifur Ísleifsson
- 1.32 Jón Árnason
- 1.33 Guðmundur Jónsson
- 1.34 Þorkell Jónsson
- 1.35 Sigurður Jónsson
- 1.36 Jón Benediktsson
- 1.37 Jón Sigurðsson
- 1.38 Ísleifur Ísleifsson
- 1.39 Þorsteinn Jónsson
- 1.40 Sigurður Gíslason
- 1.41 Guðmundur Þorsteinsson
- 1.42 Guðmundur Jónsson
- 1.43 Jens Guðmundsson
- 1.44 Jósef Þorsteinsson
- 1.45 Benedikt Bjarnason
- 1.46 Sigurður Pálsson
- 1.47 Benedikt Jónsson
- 1.48 Guðjón Kristjánsson
- 1.49 Vagn Benediktsson
- 1.50 Benedikt Albert Benediktsson
- 1.51 Guðbjartur Guðmundsson
- 1.52 Jón Þorvaldsson
- 1.53 Guðmundur Þeófílusson
- 1.54 Guðjón Jósefsson
- 1.55 Hansína Elísabet Tómasdóttir
- 1.56 Sumarliði Árni Gíslason
- 1.57 Eiríkur Benjamínsson
- 1.58 Guðlaugur Kristjánsson
- 1.59 Finnbjörn Hermannsson
- 1.60 Guðmundur Jónas Jensson
- 1.61 Guðmundur Jón Guðmundsson
- 1.62 Jón Stefán Guðjónsson
- 1.63 Guðmundur Halldór Albertsson
- 1.64 Gísli Rósenberg Bjarnason
- 1.65 Elías Albertsson
- 1.66 Hilaríus Haraldsson
- 1.67 Guðmundur Benedikt Albertsson
- 1.68 Veturliði Jakob Guðmundsson
- 1.69 Borgar Gunnar Guðmundsson
- 1.70 Sigurður Sigurðsson
- 1.71 Sæbjörn Magnússon
- 1.72 Daníel Ágúst Daníelsson
- 1.73 Hrólfur Guðmundsson
- 1.74 Ásbjörn Ólafur Stefánsson
- 1.75 Axel Theódór Dalmann
- 1.76 Skarphéðinn Þorkelsson
- 1.77 Sturla Jósef Sigurður Sturluson
- 1.78 Ragnar Erlendsson
- 1.79 Einar Ágúst Einarsson
- 1.80 Jóhann Ísleifsson
- 1.81 Jón Þorbjörnsson
- 1.82 Bjarni Kristján Pétursson
- 1.83 Sölvi Guðmundur Sigurgeir Betúelsson
Ábúendur
Bjarn Jónsson
Jón Ólafsson
Þóra Sigmundsdóttir
Þóra Sigmundsdóttir. Fædd um 1659.
Hún bjó á Langavelli á Hesteyri 1703 og var þá ekkja. Stjúpsonur hennar var Jón Þorvaldsson fæddur um 1684.
Guðrún Oddsdóttir
Guðrún Oddsdóttir. Fædd um 1644.
Hún var annar ábúandiinn á Langavelli [á Hesteyri] 1703 og var þá ekkja.
Börn: Guðmundur Jónsson bóndi á Látrum og víðar. Guðríður Jónsdóttir, fædd um 1684. Dóróthea Jónsdóttir, fædd um 1687.
Bjarni Jónsson
Bjarni Jónsson. Fæddur um 1678. Var á lífi 1735. Faðir hans var Jón Ólafsson bóndi á Hesteyri. Um móður hans er ekki vitað.
Bjarni átti hluta í Hesteyri og mun hann hafa fengið hann í arf eftir föður sinn. Ekki er vitað hver kona hans var, nú um börn hans. Komið gæti þá til greina, að Jón Bjarnason á Hesteyri hefði verið sonur hans, en það er aðeins ágizkun. Bjarni var orðinn bóndi á Hesteyri 1710 og bjó þar til 1735. Hvort hugsazt gæti, að hann væri Bjarni sá Jónsson, sem sagt er um að síðast hafi búið í Fljóti og var maður Elínar Þórarinsdóttur, sjá Tungu, skal ekki um sagt.
Jón Jónsson
Ásgrímur Jónsson
Málfríður Þórarinsdóttir
Málfríður Þórarinsdóttir. Hún bjó ekkja á Hesteyri 1753. Líklega hefur hún verið systir Elínar Þórarinsdóttur ekkju Bjarna Jónssonar í Tungu. Hver maður Málfíðar hefur verið er ekki vitað.
Jón Kolbeinsson
Olifer Bjarnason
Olifer Bjarnason. F. um 1710. Var á lífi 1762.
Ekki er vitað hverjir foreldrar hans voru.
Börn: Jón Olifersson bóndi í Reykjarfirði á Ströndum og í Bolungarvík á Ströndum. Ingunn Olifersdóttir, var vinnukona í Rekavík bak Látur 1801 og sögð gift. Maður hennar mun hafa verið Þorsteinn Guðmundsson og sonur þeirra Olifer Þorsteinsson, sem var vinnumaður á Látrum 1801.
Olifer Bjarnason bjó á Sæbóli 1735. Bóndi á Hesteyri 1756-1760. Bóndi í Hlöðuvík 1762. Eftir það er ekki um hann vitað.
Gísli Bjarnason
Ragnhildur Oddsdóttir
Ragnhildur Oddsdóttir. Trúlega hefur hún verið dóttir Odds Jónssonar á Sléttu. Hún bjó ekkja á Hesteyri 1762.
Jón Bjarnason
Þórður Jónsson
Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson. F. um 1750. Var á lífi 1810.
Um foreldra hans er ekki vitað.
Sigurður var tvíkvæntur. Hver fyrri kona hans var er ekki vitað. Dóttir þeirra var Sigríður Sigurðardóttir, vinnukona í Miðvík 1816.
Seinni kona Sigurðar var Guðrún Einarsdóttir, f. um 1751.
Börn: Kristín Sigurðardóttir. Guðmundur Sigurðsson. Hann var vinnumaður hér og þar í sveitinni, kvæntist ekki, en honum eru kennd ein fjögur börn.
Sigurður Jónsson bjó á Hesteyri 1785-93. Bóndi í Stakkadal 1793-1806 eða lengur. Bóndi í Hælavík 1810, en horfinn úr bændatölu 1811.
Guðbjörg Jónsdóttir
Guðbjörg Jónsdóttir. Fædd um 1758. Var á lífi 1816.
Hún var dóttir Jóns Kolbeinssonar á Hesteyri. Hún átt fyrr þann mann, er Bjarni hét. Ef til vill hefur það verið sá Bjarni Þórðarson, sem var þingvottur á Sléttu.
Sonur þeirra var Andrés Bjarnason, fæddur um 1777. Hann var vinnumaður hjá móður sinni 1801, en eftir það er ekki um hann vitað.
Guðjbörg bjó ekkja á Hesteyri 1787-88, er hún giftist Eyjólfi Snjólfssyni.
Jón Jónsson
Jón Jónsson. Fæddur um 1760. Dáinn 26. ágúst 1811.
Óvíst er um foreldra hans. Ef till vill hefur hann verið sonur Jóns Bjarnasonar á Hesteyri, eins og áður er minnzt á.
Kona: Ragnhildur, fædd um 1764, dáin 7. júlí 1843, Einarsdóttir.
Börn Oddur Jónsson húsmaður í Þverdal. Jón Jónsson bóndi í Efri Miðvík. Einar Jónsson, Hesteyri dó ungur. Katrín Jónsdóttir, Hesteyri drukknaði ung í smalamennsku. Gísli Jónsson dó ungur. Steinn Jónsson bóndi á Álfsstöðum í Hrafnfirði.
Jón Jónsson bjó á Hesteyri 1787-1811, þar af tvör ár á Seleyri í Hesteyrarlandi. Jón fórst með séra Guðmundi Sigurðssyni á Stað.
Ragnhildur ekkja Jóns bjó á Hesteyri til 1817 eða lengur. Hún fluttist síðar til Steins sonar síns á Álfsstöðum og andaðist þar.
Eyjólfur Snjólfsson
Ísleifur Sigmundsson
Ísleifur Sigmundsson, Hesteyri
Þorsteinn Bjarnason
Ísleifur Ísleifsson
Oddur Jónsson
Ólafur Ólafsson
Sigurður Guðmundsson
Sigurður Guðmundsson. Fæddur um 1781. Var á lífi 1811, en dáinn 1816.
Foreldrar: Séra Guðmundur Sigurðsson á Stað í Aðalvík og kona hans Ingibjörg Vernharðsdóttir.
Kona: 1804, Álfheiður, fædd um 1780, dáin 6. september 1840, Bjarnadóttir, Jónssonar bónda á Marðareyri.
Barn: Guðmundur Sigurðsson, fæddur 1806, dáinn 31. júlí 1841, bóndi á Steinólfsstöðum í Jökulfjörðum.
Sigurður Guðmundsson bjó á Stað 1805. Bóndi á Hesteyri 1810-11. Ekki er vitað hvenær hann fluttist að Hesteyri.
Jóhannes Bjarnason
Jón Jónsson
Jón Jónsson. (Jón Bóndi). Fæddur um 1778. Dáinn 15. september 1839.
Foreldrar: Jón Þorleifsson bóndi á Norðureyri í Súgandafirði og kona hans Guðrún Jónsdóttir.
Kona: Ragnhildur, fædd 1783, dáin 15. júlí 1843, Jónsdóttir, Þorkelssonar bónda í Hlöðuvík, síðar á Atlastöðum.
Börn: Guðrún Jónsdóttir, átti Ísleif Ísleifsson bónda á Hesteyri. Þorkell Jónsson bóndi á Hesteyri.
Jón Jónsson bjó á Látrum 1805. Bóndi í Tungu 1810. Hann mun hafa flutzt að Hesteyri 1812. Bóndi á Sléttu, en fluttist aftur að Hesteyri og bjó þar síðan. Hann var kallaður „Jón Bóndi“, mun hafa verið góður sigmaður. Eitt festarhald á Hælavíkurbjargi var við hann kennt og kallað „bóndasig“.
Jóhannes Jóhannesson
Jóhannes Jóhannesson, Hesteyri
Þorvarður Þorsteinsson
Þorvarður Þorsteinsson, Hesteyri
Sigurður Guðmundsson
Sigurður Guðmundsson. Fæddur um 1781. Var á lífi 1811, en dáinn 1816.
Foreldrar: Séra Guðmundur Sigurðsson á Stað í Aðalvík og kona hans Ingibjörg Vernharðsdóttir.
Kona: 1804, Álfheiður, fædd um 1780, dáin 6. september 1840, Bjarnadóttir, Jónssonar bónda á Marðareyri.
Barn: Guðmundur Sigurðsson, fæddur 1806, dáinn 31. júlí 1841, bóndi á Steinólfsstöðum í Jökulfjörðum.
Sigurður Guðmundsson bjó á Stað 1805. Bóndi á Hesteyri 1810-11. Ekki er vitað hvenær hann fluttist að Hesteyri.
Bjarni Þorsteinsson
Ísleifur Ísleifsson
Ísleifur Ísleifsson, Langavelli
Jón Árnason
Jón Árnason. F. 1801. D. 19. desember 1869.
Foreldrar: Árni Jónsson vinnumaður á Ósi í Bolungarvík og kona hans Margrét Þorsteinsdóttir.
Kona: María Pétursdóttir, d. 18. júní 1853, Jósefssonar bónda á Álfsstöðum og í Hlöðuvík.
Börn: Árni Jónsson húsmaður í Skáladal. Friðrik Jónsson, kvæntist ekki. Margrét Jónsdóttir, Sigríður Jónsdóttir og Solveig Jónsdóttir.
Jón var húsmaður á Hesteyri 1839. Bóndi á Glúmsstöðum 1840-44. Bóndi í Hlöðuvík 1844-56. Var eftir það í vinnumennsku, síðast vinnumaður á Sæbóli og varð þar úti á milli bæja.
Guðmundur Jónsson
Þorkell Jónsson
Sigurður Jónsson
Jón Benediktsson
Jón Sigurðsson
Ísleifur Ísleifsson
Ísleifur Ísleifsson. F. 29. apríl 1832. D. 8. desember 1902.
Foreldrar: Ísleifur Ísleifsson bóndi á Langavelli á Hesteyri og kona hans Guðrún Jónsdóttir.
Kona 1: 13. sept. 1861, Guðríður, f. 20. júlí 1831, d. 6. okt. 1871, Bjarnadóttir, Þorsteinssonar á Hesteyri.
Börn: Hjálmfríður Ísleifsdóttir kona Guðna Kjartanssonar í Hælavík. Hermann Ísleifsson húsmaður á Látrum.
Kona 2: 20. sept. 1872, Karólína, f. 29. maí 1833, d. 22. des. 1876, Ólafsdóttir, Jónssonar í Hlöðuvík og á Atlastöðum. Hún átti áður Guðmund Þeófílusson á Látrum og á Atlastöðum.
Barn: Guðni Ísleifsson bóndi í Þverdal.
Kona 3: 6. sept. 1879, Þorbjörg, f. 2. janúar 1851, d. 4. ágúst 1924, Finnsdóttir, Gestssonar bónda í Skáladal. Þau Ísleifur skildu.
Börn: Jóhann Ísleifsson á Sæbóli. Marías Ísleifsson á Sæbóli. Sigríður Ísleifsdóttir, f. 1. sept. 1877, d. 9. apríl 1943. Giftist ekki en átti börn, lengst ráðskona í Rekavík bak Látur. Guðmundur Ísleifsson, drukknaði ókvæntur 20. október 1920. Hann var mállaus. Guðfinna Ísleifsdóttir, fluttist ung til Reykjavíkur, giftist ekki. Ásgeir Ísleifsson bóndi á Sæbóli.
Ísleifur var bóndi á Langavelli á Hesteyri 1862-70. Bóndi í Hlöðuvík 1870-85. Bóndi í Kjaransvík 1885-87. Hann andaðist á Sæbóli.
Þorsteinn Jónsson
Sigurður Gíslason
Guðmundur Þorsteinsson
Guðmundur Þorsteinsson, Hesteyri
Guðmundur Jónsson
Jens Guðmundsson
Jósef Þorsteinsson
Benedikt Bjarnason
Benedikt Bjarnason. F. 22. janúar 1838. D. 12. okt. 1916.
Foreldrar: Bjarni Þorsteinsson bóndi á Langavelli á Hesteyri og fyrri kona hans Þórdís Egedíusdóttir.
Kona: 28. sept. 1869, Guðfinna, f. 29. sept. 1842, d. 14. júní 1893, Karvelsdóttir, Jónssonar á Sætúni í Grunnavík.
Börn: Vagn Benediktsson bóndi á Hesteyri. Guðný Benediktsdóttir, giftist ekki. Barn hennar með Njáli Sighvatssyni á Hrafnseyri í Arnarfirði, María Njálsdóttir, kona Jóns Gunnlaugssonar bifreiðarstjóra á Akranesi.
Benedikt Bjarnason var vinnumaður í Hlöðuvík 1870, húsmaður þar 1880. Var búsettur á Hesteyri frá 1890 til dánardags.
Sigurður Pálsson
Benedikt Jónsson
Benedikt Jónsson. F. 7. apríl 1852. D. 27. júlí 1924.
Foreldrar: Jón Benediktsson bóndi á Langavelli og kona hans Elínborg Guðmundsdóttir.
Kona: 18. sept. 1885, Hjálmfríður, f. 20. maí 1854, d. 22. jan. 1936, Finnbjörnsdóttir, Gestssonar bónda á Sæbóli.
Börn: Jón Finnbjörn Ingimundur Benediktsson, f. 26. marz 1890, d. 21. apríl 1916, ókv. Kristinn Ragúel Benediktsson, f. 25. des. 1894, d. 21. apríl 1916. Þeir bræður fórust með vélbátnum Hrólfi á leið frá Reykjavík til Ísafjarðar. Sigfúsína Halldóra Benediktsdóttir, áttir Gísla Bjarnason kennara á Hesteyri. Fóstursonur þeirra hjóna var Jón Stefán Guðjónsson símstjóri á Hesteyri.
Benedikt var húsmaður á Sæbóli 1885-93. Bóndi á Langavelli á Hesteyri frá 1893 til dánardags.
Guðjón Kristjánsson
Vagn Benediktsson
Benedikt Albert Benediktsson
Benedikt Albert Benediktsson, Hesteyri
Guðbjartur Guðmundsson
Guðbjartur Guðmundsson, Hesteyri
Jón Þorvaldsson
Jón Þorvaldsson, læknir. Fæddur 15. júlí 1867. Dáinn 3. júní 1933.
Foreldrar: Þorvaldur Jónsson, læknir á Ísafirði og kona hans Þórunn Jónsdóttir.
Kona 1: 3. september 1897, Guðrún Nielsen, dáin 6. maí 1899, dóttir Peders Nielsen verkfræðings og síðar ráðherra í Noregi. Barnlaus.
Kona 2: 29. ágúst 1902, Martha Guðrún, fædd 2. desember 1875, dáin 24. febrúar 1942, Sigurðardóttir, Bachmanns kaupmanns á Patreksfirði. Barnlaus.
Fósturbörn þeirra voru Högni Björnsson læknir og Hulda Jónsdóttir Snæbjörnsen kona Högna Björnssonar.
Jón Þorvaldsson varð stúdent 1888, kandidat í læknisfræði í Reykjavík 1892. Varð héraðslæknir á Hesteyri 1901. Fékk lausn frá embætti 1933 og dó sama ár nýfluttur til Reykjavíkur. Hann var í mörg ár oddviti Sléttuhrepps og lengi póstafgreiðslumaður, fékkst einnig við kennslu á fyrstu árum sínum á Hesteyri.
Guðmundur Þeófílusson
Guðmundur Þeófílusson. Fæddur 8. september 1869. Dáinn 24. marz 1917.
Foreldrar: Þeófílus Þeófílusson, bóndi á Látrum og kona hans Sigurlína Jóakímsdóttir, Látrum.
Kona: 1899: Ketilríður Guðrún, fædd 10. september 1879, dáin 29. júlí 1959, Veturliðadóttir, Vagnssonar á Dynjanda.
Börn: Veturliði Jakob Guðmundsson bóndi á Hesteyri. Bjarni Guðmundsson, fæddur 26. júlí 1900, verkstjóri í Reykjavík, kvæntur Svanhild Vatle, norskri konu. Margrét Guðmundsdóttir fædd 29. maí 1904. Sigurlína Guðmundsdóttir, átti Sölva Þórbergsson bónda í Efri Miðvík. Ólafur Helgi Guðmundsson fæddur 5. marz 1906, dáinn 15. ágúst 1956, ókvæntur. Jóna Sigurveig Guðmundsdóttir, fædd 11. janúar 1911, kona Guðmundar Þorgeirssonar sjómanns í Hafnarfirði. Mikael Guðmundsson, fæddur 13. maí 1917, sjómaður ókvæntur. Guðmundur Elías Guðmundsson (Mummi), fæddur 16. maí 1917, kvæntur Lilju Halldórsdóttur frá Ísafirði, búsett á Ísafirði.
Guðmundur Þeófílusson bjó á Atlastöðum 1901-2. Bóndi á Nesi í Grunnavík 1902-1904, fluttist þaðan á Hesteyri og bjó þar til dánardags. Hann féll af vélbáti á Látralagi og drukknaði þar. Ekkja hans bjó áfram á Hesteyri til 1943, að hún fluttist til Ísafjarðar.
Guðjón Jósefsson
Hansína Elísabet Tómasdóttir
Hansína Elísabet Tómasdóttir, Hesteyri
Sumarliði Árni Gíslason
Sumarliði Árni Gíslason, Látur
Eiríkur Benjamínsson
Eiríkur Benjamínsson, Hesteyri
Guðlaugur Kristjánsson
Guðlaugur Kristjánsosn, Hesteyri
Finnbjörn Hermannsson
Finnbjörn Hermannsson, Hesteyri
Guðmundur Jónas Jensson
Guðmundur Jónas Jesson, Hesteyri
Guðmundur Jón Guðmundsson
Guðmundur Jón Guðmundsson, Hesteyri
Jón Stefán Guðjónsson
Jón Stefán Guðjónsson, Hesteyri
Guðmundur Halldór Albertsson
Guðmundur Halldór Albertsson, Hesteyri
Gísli Rósenberg Bjarnason
Gísli Rósenberg Bjarnason, Hesteyri
Elías Albertsson
Hilaríus Haraldsson
Hilaríus Haraldsson. F. 24. júní 1900. D. 9. ágúst 1968.
Foreldrar: Haraldur Stígsson bóndi á Horni og kona hans Elín Bæringsdóttir, ólst upp hjá ömmubróður sínum, Guðna Hjálmarssyni bónda á Sléttu.
Kona: 26. febrúar 1927, Elísabet, f. 12. febr. 1906, Albertsdóttir, Benediktssonar bónda á Hesteyri.
Börn: Gunnar Albert Hannes Hilaríusson, f. 24. ág. 1928, d. 7. okt. 1950. Sigurjón Ingólfur Hilaríusson, f. 26. maí 1931, kennari í Kópavogi, kvæntur Kristínu Þorsteindóttur hjúkrunarkonu. Hans Guðmundur Hilaríusson, f. 27. febr. 1935, húsasmíðameistari í Reykjavík, kvæntur Helgu Sveinsdóttur frá Húsavík.
Hilaríus bjó á Hesteyri 1928-46, stundaði þar bæði sjó og búskap. Hann fluttist til Hnífsdals 1946, þaðan til Ísafjarðar og síðan til Reykjavíkur.
Guðmundur Benedikt Albertsson
Guðmundur Benedikt Albertsson, Hesteyri
Veturliði Jakob Guðmundsson
Veturliði Jakob Guðmundsson, Hesteyri
Borgar Gunnar Guðmundsson
Borgar Gunnar Guðmundsson, Hesteyri
Sigurður Sigurðsson
Sigurður Sigurðsson. F. 28. marz 1892. D. 9. maí 1968.
Foreldrar: Sigurður Friðriksson bóndi á Læk og kona hans Kristín Arnórsdóttir. Sigurður Sigurðsson ólst upp hjá Kristjáni Jónssyni og konu hans í Hælavík.
Kona: 5. nóv. 1917, Stefanía Halldóra, f. 22. júní 1897, Guðnadóttir Kjartanssonar í Hælavík.
Börn: Jakobína Sigurðardótir f. 8. júlí 1918, rithöfundur, gift Þorgrími Starra Björgvinssynmi bonda í Garði í Mývatnssveit. Sigurborg Rakel Sigurðardóttir f. 29. ágúst 1919, kona Jóhanns Björgvinssonar bónda í Grænuhlíð við Reyðarfjörð. Ólafía Ásdís Sigurðardóttir, f. 29. okt. 1920, kona Ragnars Jónssonar bónda á Hólabrekku í Laugardal. Sigríður Stefanía Sigurðardóttir, f. 26. júlí 1922, kona Björgvins Árnasonar skrifstofumanns í Keflavík. Kristján Stefán Sigurðsson, f. 14. nóv. 1924, héraðslæknir á Patreksfirði og síðar sjúkrahúslæknir í Reykjavík, kvæntur Valgerði Halldórsdóttúr frá Garði í Mývatnssveit. Ingólfur Marteinn Sigurðsson, f. 19. júlí 1926, trésmíðameistari í reykjavík, kvæntur Svanfríði Símonardóttur. Baldvin Lúðvík Sigurðsson, f. 26. janúar 1928, sjómaður í Reykjavík, kvæntur Halldór Guðmundsdóttur. Guðmundur Jóhann Sigurðsson, f. 12. maí 1929, skipasmiður í Keflavík, ókvæntur. Guðrún Rósa Sigurðardóttir, f. 9. sept. 1930, gift Hirti Guðmundssyni verkamanni í Kópavogi. Fríða Áslaug Sigurðardóttir, f. 11. des. 1940, B.A. gift Gunnari Ásgeirssyni gagnfræðaskólakennara í Reykjavík. Guðný Sigrún Sigurðardóttir, f. 1. febrúar 1945, kona Hallbjarnar Björnssonar rafvirkja, Skagaströnd.
Sigurður var bóndi í Hælavík 1919-36. Bóndi og símstöðvarstjóri á Langavelli á Hesteyri 1936-46. Fluttist til Keflavíkur 1946. Greindur maður og listasmiður.
Sæbjörn Magnússon
Daníel Ágúst Daníelsson
Daníel Ágúst Daníelsson, læknir
Hrólfur Guðmundsson
Ásbjörn Ólafur Stefánsson
Ásbjörn Ólafur Stefánsson, Hesteyri
Axel Theódór Dalmann
Skarphéðinn Þorkelsson
Skarphéðinn Þorkelsson, læknir
Sturla Jósef Sigurður Sturluson
Sturla Jósef Sigurður Sturluson, Hesteyri
Ragnar Erlendsson
Einar Ágúst Einarsson
Jóhann Ísleifsson
Jón Þorbjörnsson
Jón Þorbjörnsson. F. 22. apríl 1907.
Foreldrar: Þorbjörn Guðmundsson bóndi á Steig í Jökulfjörðum, síðar í Kjaransvík og á Steinólfsstöðum og kona hans Guðrún Jensdóttir.
Kona 12. febrúar 1931, Guðrún, f. 4. marz 1886, Samúelsdóttir, Guðmundssonar húsmanns í Höfn og síðar á Horni. Barnlaus.
Jón var húsmaður á Horni 1931-1941. Bjó í Hælavík 1941-43. Húsmaður á Hesteyri 1944-47, en fluttist þá til Súðavíkur.
Bjarni Kristján Pétursson
Bjarni Kristján Pétursson, Hesteyri
Sölvi Guðmundur Sigurgeir Betúelsson
Sölvi Guðmundur Sigurgeir Betúelsson. Fæddur 30. janúar 1893
Foreldrar: Betúel Betúelsson þá verzlunarmaður á Hesteyri, síðar bóndi og verslunarstjóri í Höfn og kona hans Anna Jóna Guðmundsdóttir.
Kona: 25. október 1938, Sigrún, fædd 22. september 1905, Bjarnadóttir, Dósóþeussonar á Látrum. Hún ólst upp á Hesteyri hjá Guðbjari Guðmundssyni og konu hans. Barnlaus.
Sölvi var lengi formaður á útvegi föður síns í Höfn. Hann var sigmaður í fjölda ára og varð fyrstur til þess að nota herhjálm til varnar gegn grjótkasti við bjargsig.
Sölvi bjó á Hesteyri 1938-52 og var síðasti hreppstjóri og oddviti hreppsins. Hann fluttist manna siðastur úr hreppnum. Búsettur í Bolungarvík eftir að hann fluttist frá Hesteyri.