Jón Snorrason, Rekavík bak Höfn
Jump to navigation
Jump to search
Jón Snorrason F. 1776. D. 4. júní 1829.
Foreldrar: Snorri Einarsson í Höfn og Solveig Pétursdóttir kona hans.
Kona: 1800, Silfá, f. um 1773, d. 6. okt. 1854, Sigurðardóttir.
Börn: Þuríður Jónsdóttir, átti Vagn Ebenezersson hreppstjóra á Dynjanda. Solveig Jónsdóttir, átti fyrst Jón Jónsson í Höfn. Salman Jónsson bóndi í Kjaransvík. Guðný Jónsdóttir, ráðskona Stefáns Magnússonar húsmanns í Rekavík.
Jón Snorrason bjó víða. Hann var húsmaður í Höfn 1798-99. Bóndi í Hælavík 1801, í Kjaransvík 1805-11, á Hesteyri 1812-16. Bóndi á Álfsstöðum og Kvíum í Grunnavíkurhreppi 1816-22. Bóndi í Rekavík 1822-29. Þrátt fyrir tíða flutninga virðist Jón hafa komist sæmilega af.
Hann drukknaði ásamt Jóni Jónssyni tengdasyni sínum.