Þorsteinn Stefánsson, Höfn
Þorsteinn Stefánsson. F. um 1759. D. 7. júlí 1828.
Foreldrar: Stefán Benediktsson bóndi í Hælavík og líklega Herdís Arnfinnsdóttir.
Kona 1: Guðný Snorradóttir úr Höfn.
Börn: Ólafur Þorsteinsson bóndi í Rekavík bak Höfn. Elísabet Þorsteinsdóttir kona Ebenezers Ebenezerssonar bónda á Dynjanda í Jökulfjörðum. Valgerður Þorsteinsdóttir, átti fyrr Magnús Sigurðsson og síðar Andrés Gíslason. Þeir bjuggu báðir í Höfn. Stefán Þorsteinsson dó ungur.
Kona 2: Kristín, f. um 1766, d. 5. júlí 1841, Bjarnadóttir, Jónssonar á Marðareyri. Hún átti áður Gísla Þorvaldsson bónda á Steig í Jökulfjörðum. Þau Þorsteinn barnlaus.
Þorsteinn Stefánsson bjó í Hælavík 1780-88, en fluttist þá í Höfn og bjó þar síðan. Um Þorstein hvað Snorri Brynjólfsson í Hælavík:
Þorsteinn Hafnar þvær sér lítt
því er hann svo blakkur
vaskur heggur viðinn títt,
vel í björgum flakkur.