Solveig Pétursdóttir, Höfn

Úr Slttuhreppur
Jump to navigation Jump to search

Solveig Pétursdóttir. F. um 1741. Hún var enn á lífi 1801.

Líklega dóttir Péturs Oddssonar frá Kollsá í Grunnavíkurhreppi.

Ekkja Snorra Einarssonar (Barna-Snorri), er lést 1783-87.

Börn: Guðmundur Snorrason, 1771-1811, bóndi í Smiðjuvík og síðar á Glúmsstöðum. Ingveldur Snorradóttir, 1772-1816, fyrri kona Sigurðar Pálssonar á Horni. Guðrún Snorradóttir, 1774-1827, kona Brynjólfs Jónssonar í Hælavík. Jón Snorrason, 1776-1829, síðast bóndi í Rekavík bak Höfn. Steinunn Snorradóttir, Höfn, 1778-1864, giftist ekki, en átti barn. Anna Snorradóttir, 1779-1841, kona Sigurðar Þorsteinssonar á Horni. Málmfríður Snorradóttir, 1780. Einar Snorrason, Bolungarvík á Ströndum 1783-1884, bóndi í Bolungarvík á Ströndum. Pétur Snorrason, 1784 (skv. Íslendingabók).


Ekkert bændatal er til úr Sléttuhreppi á þeim tíma, sem Snorri bjó í Höfn. Segja má að skriflegar heimildir séu litlar eða engar um búsetu hans þar. Samt er víst, að hann bjó þar. Bjó Solveig í Höfn eftir að Snorri lést, en fluttist þaðan í Hælavík 1788 og bjó þar til 1794. Hún var svo aftur ábúandi í Hælvík 1801.