Kjaransvík

Úr Slttuhreppur
Útgáfa frá 8. ágúst 2015 kl. 12:49 eftir Ingvi (Spjall | framlög) Útgáfa frá 8. ágúst 2015 kl. 12:49 eftir Ingvi (Spjall | framlög) (Rósinkar Mikaelsson)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigation Jump to search

Ábúendur.

Jón Jónsson

Jón Jónsson, Kjaransvík. F. um 1631. Dánaár ókunnugt.

Kona: Guðrún Jónsdóttir f. um 1647.

Jón bjó í Kjaransvík 1703. Var þá ekkert annað heimilisfólk þar en þau hjónin.


Einar Bjarnason

Einar Bjarnason. F. um 1742. D. 2. júlí 1818. Ekki er vitað um foreldra hans.

Kona: Þórunn Markúsdóttir, f. um 1737 í Grunnavík.

Börn: Bjarni Einarsson d. 18. ágúst 1816, Oddgerður Einarsdóttir.

Einar bjó í Kjaransvík frá því um 1770-1789. Bóndi á Horni frá 1789 til dánardags.

Um Einar er lítið vitað. Hann var einn þeirra bænda, sem hýsti strokufangann Hannes Grímsson 1785 og varð að greiða sekt fyrir.


Ásmundur Þorleifsson

Ásmundur Þorleifsson. Hann var bóndi á Horni 1788-89, líklega aðfluttur, ef til vill sonur Þorleifs Guðmundssonar bónda á Hálsi á Ingjaldssandi.

Ásmundur var kominn í Þverdal 1784. Kona hans var Hildur Guðmundsdóttir. Dóttir þeirra var Helga Ásmundsdóttir, kona Páls Sigurðssonar á Horni. Hildur átti síðar Einar Einarsson yngri í Þverdal.

Ásmundur fluttist frá Horni í Kjaransvík 1789 og bjó þar til 1792-93. Þar mun hann hafa látizt, ekki gamall maður.


Ívar Bjarnason

Ívar Bjarnason, Rekavík bak Látur

Jón Snorrason

Jón Snorrason. F. 1776. D. 4. júní 1829.

Foreldrar: Snorri Einarsson í Höfn og Solveig Pétursdóttir kona hans.

Kona: 1800, Silfá, f. um 1773, d. 6. okt. 1854, Sigurðardóttir.

Börn: Þuríður Jónsdóttir, átti Vagn Ebenezersson hreppstjóra á Dynjanda. Solveig Jónsdóttir, átti fyrst Jón Jónsson í Höfn. Salman Jónsson bóndi í Kjaransvík. Guðný Jónsdóttir, ráðskona Stefáns Magnússonar húsmanns í Rekavík.

Jón Snorrason bjó víða. Hann var húsmaður í Höfn 1798-99. Bóndi í Hælavík 1801, í Kjaransvík 1805-11, á Hesteyri 1812-16. Bóndi á Álfsstöðum og Kvíum í Grunnavíkurhreppi 1816-22. Bóndi í Rekavík 1822-29. Þrátt fyrir tíða flutninga virðist Jón hafa komist sæmilega af.

Hann drukknaði ásamt Jóni Jónssyni tengdasyni sínum.


Mikael Björnsson

Mikael Björnsson. F. um 1722. D. 19. júní 1840.

Foreldrar: Björn Jónsson bóndi í Neðri-Miðvík, síðast í Görðum og kona hans Hildur Ólafsdóttir.

Börn: Rósinkar Mikaelsson bóndi í Kjaransvík. Engilbert Mikaelsson bóndi á Glúmsstöðum. Engilbjörg Mikaelsdóttir, átti Brynjólfur Brynjólfsson í Kjaransvík. Þorsteinn Mikaelsson bóndi í Efri-Miðvík.

Mikael var bóndi í Þverdal 1803-12. Bóndi í Hælavík 1816. Bóndi og húsmaður í Kjaransvík 1820-40.


Rósinkar Mikaelsson

[Rósinkar Mikaelsson, Kjaransvík|Rósinkar Mikaelsson]]. F. um 1802. D. 3. marz 1858.

Foreldrar: Mikael Björnsson bóndi í Kjaransvík og kona hans Guðrún Þorsteinsdóttir.

Kona: 1. sept. 1832, Ingibjörg, f. 1799, d. 23. maí 1836, Ísleifsdóttir Ísleifssonar á Hesteyri.

Barn: Rósinkar Rósinkarsson bóndi í Hælavík.

Rósinkar Mikaelsson bjó í Kjaransvík 1832-37.


Brynjólfur Brynjólfsson

Brynjólfur Brynjólfsson. F. um 1799. D. 19. nóvember 1839.

Foreldrar: Brynjólfur Jónsson bóndi í Hælavík og kona hans Guðrún Snorradóttir.

Kona: 31. ágúst 1834, Engibjört, f. 1807, d. 31. júlí 1870, Mikaelsdóttir, Björnssonar í Kjaransvík.

Börn: Bæring Brynjólfsson, vinnumaður, var vinnumaður á Horni 1860, fluttist til Grunnavíkur, mun ekki hafa kvænzt. Hermann Brynjólfsson, fórst í lendingu á Almenningum 6. febrúar 1878 ókvæntur.

Brynjólfur var bóndi í Hælavík 1827-32. Húsmaður og bóndi í Kjaransvík 1832-39.


Hjálmar Jónsson

Hjálmar Jónsson, Kjaransvík

Salman Jónsson

Salman Jónsson. F. 13. marz 1812. D. 2. júlí 1862.

Foreldrar: Jón Snorrason bóndi á Hesteyri, síðast bóndi í Rekavík bak Höfn og kona hans Silfá Sigurðardóttir.

Kona: 27. okt. 1839, Valdís, f. 1802, d. 26. maí 1888, Jósefsdóttir, Jósefssonar í Bolungarvík á Ströndum.

Börn: Svíalín Salmansdóttir, átti Friðrik Guðmundsson í Kjaransvík. Salóme Salmansdóttir átti Friðrik Steinsson frá Álfsstöðum. Þau bjuggu í Grunnavík.

Salman var húsmaður í Hlöðuvík 1840, bóndi í Kjaransvík 1850-55. Bóndi í Tungu 1855-60. Húsmaður í Rekavík bak Höfn, þegar hann lézt. „Ekki ógreindur, en sérvitur“


Agnar Sigurðsson

Agnar Sigurðsson. F. 1810. D. 3. október 1851.

Foreldrar: Sigurður Björnsson á Atlastöðum og kona hans Kristín Jónsdóttir.

Kona: 7. nóv. 1841, Solveig Jónsdóttir, Rekavík bak Höfn, ekkja Hjálmars Jóhannssonar. Agnar var þriðji maður hennar.

Börn: Agnar Agnarsson, d. 18. marz 1905, vinnumaður á Læk og víðar, átti Herborgu Sigurðardóttur, ekkju Friðriks Einarssonar bónda í Rekavík.

Agnar Sigurðsson var húsmaður í Hlöðuvík 1841, húsmaður í Rekavík 1845 og húsmaður í Kjaransvík 1850-51. Hann drukknaði í Kjaransvíkurá.


Guðmundur Snorrason

Guðmundur Snorrason. F. 26. marz 1823. D. 4. april 1887.

Foreldrar: Snorri Brynjólfsson bóndi í Hælavík og kona hans Elísabet Hallvarðsdóttir.

Kona 5. okt. 1845, Sigurfljóð, f. 4. ágúst 1829, d. 28. júní 1883, Ísleifsdóttir, Ísleifssonar á Hesteyri. Börn: Friðrik Guðmundsson húsmaður í Kjaransvík. Geirmundur Guðmundsson bóndi á Atlastöðum.

Guðmundur Snorrason var húsmaður í Hælavík 1845-52. Bóndi í Kjaransvík frá 1852 til æviloka. Var forn í skapi og háttum, en góðviljaður drengskaparmaður.


Kjartan Ólafsson

Kjartan Ólafsson, Atlastöðum

Brynjólfur Guðmundsson

Brynjólfur Guðmundsson. F. 29. september 1846. D. 27. júní 1889.

Foreldrar: Guðmundur Snorrason húsmaður í Hælavík, síðar bóndi í Kjaransvík og kona hans Sigurfljóð Ísleifsdóttir.

Kona: 2. ágúst 1879, Jóhanna, f. 27. september 1849, d. 27. júlí 1882, Finndsdóttir, Gestssonar í Neðri-Miðvík.

Börn: Guðný Brynjólfsdóttir, f. 26. febrúar 1880, d. 31. ágúst 1907, kona Baldvins Jakobssonar á Horni. Guðríður Brynjólfsdóttir, f. 29. marz 1882, fluttist fimm ára gömul með Þórði Bjarnasyni á Látrum til Vesturheims. Hún giftist þar, átti ekki börn, en ól upp fósturbörn. Var enn á lífi 1966. Áður en Jóhanna Finnsdóttir giftist, átti hún tvö börn með Árna Jónssyni, sem síðar bjó í Skáladal. Annað þeirra var María Árnadóttir. Fór til Noregs og ílentist þar.

Brynjólfur mun hafa talizt húsmaður í Kjaransvík þau ár sem hann bjó þar i hjónabandi. Hann var síðast vinnumaður í Miðvík. Hann fórst úr Hælavíkurbjargi við eggsig.


Friðrik Guðmundsson

Friðrik Guðmundsson, Kjaransvík

Ísleifur Ísleifsson

Ísleifur Ísleifsson. F. 29. apríl 1832. D. 8. desember 1902.

Foreldrar: Ísleifur Ísleifsson bóndi á Langavelli á Hesteyri og kona hans Guðrún Jónsdóttir.

Kona 1: 13. sept. 1861, Guðríður, f. 20. júlí 1831, d. 6. okt. 1871, Bjarnadóttir, Þorsteinssonar á Hesteyri.

Börn: Hjálmfríður Ísleifsdóttir kona Guðna Kjartanssonar í Hælavík. Hermann Ísleifsson húsmaður á Látrum.

Kona 2: 20. sept. 1872, Karólína, f. 29. maí 1833, d. 22. des. 1876, Ólafsdóttir, Jónssonar í Hlöðuvík og á Atlastöðum. Hún átti áður Guðmund Þeófílusson á Látrum og á Atlastöðum.

Barn: Guðni Ísleifsson bóndi í Þverdal.

Kona 3: 6. sept. 1879, Þorbjörg, f. 2. janúar 1851, d. 4. ágúst 1924, Finnsdóttir, Gestssonar bónda í Skáladal. Þau Ísleifur skildu.

Börn: Jóhann Ísleifsson á Sæbóli. Marías Ísleifsson á Sæbóli. Sigríður Ísleifsdóttir, f. 1. sept. 1877, d. 9. apríl 1943. Giftist ekki en átti börn, lengst ráðskona í Rekavík bak Látur. Guðmundur Ísleifsson, drukknaði óvkæntur 20. október 1920. Hann var mállaus. Guðfinna Ísleifsdóttir, fluttist ung til Reykjavíkur, giftist ekki. Ásgeir Ísleifsson bóndi á Sæbóli.

Ísleifur var bóndi á Langavelli á Hesteyri 1862-70. Bóndi í Hlöðuvík 1870-85. Bóndi í Kjaransvík 1885-87. Hann andaðist á Sæbóli.


Jón Björnsson

Jón Björnsson, Kjaransvík

Bárður Kristján Guðmundsson

Bárður Kristján Guðmundsson, Kjaransvík

Guðni Kjartansson

Guðni Kjartansson. F. 5. maí 1858. D. 17. október 1931.

Foreldrar: Kjartan Ólafsson bóndi á Atlastöðum og kona hans Ingibjörg Sakaríasdóttir.

Kona: 26. sept. 1881, Hjálmfríður, f 1. maí 1860, d. 7. maí 1935, Ísleifsdóttir, Ísleifssonar á Hesteyri og í Hlöðuvík.

Börn: Guðríður María Guðnadóttir, f. 2. apríl 1881, d. 11 júní 1968, átti Svein Vopnfjörð, bjuggu í Reykjavík. Ingibjörg Kristín Guðnadóttir átti Guðlaug Hallvarðsson á Búðum í Hlöðuvík. Guðmundur Jón Guðnason bóndi á Búðum í Hlöðuvík. Sigmundur Ragúel Guðnason bóndi í Hælavík. Stefanía Halldóra Guðnadóttir, átti Sigurð Sigurðsson bónda í Hælavík. Guðrún Guðnadóttir dó ung. Fóstursonur þeirra hjóna var dóttursonur þeirra, Þórleifur Bjarnason.

Guðni bjó í Hælavík 1882-98. Bóndi í Kjaransvík 1898-99, fluttist þá aftur í Hælavík og bjó þar til 1920, oftast í tvíbýli. Húsmaður á Búðum í Hlöðuvík frá 1920 til æviloka.


Bjarni Hákon Bjarnason

Bjarni Hákon Bjarnason. F. 1865. D. 11. nóv. 1913.

Foreldrar: Bjarni Hákonarson bóndi á Arnarnesi í Dýrafirði og kona hans Halldóra Þórarinsdóttir.

Kona: 2. okt. 1892, Sigríður, f. 31. ágúst 1862, Kjartansdóttir, Ólafssonar á Atlastöðum.

Börn: Guðjón Ágústa Bjarnadóttir, kona Guðjóns Jóhannssonar skósmiðs í Súgandafirði. Halldóra Bjarnadóttir, hjúkrunarkona í Reykjavík, giftist ekki. Kjartan Bjarnason bóndi í Stórhólmi í Leiru. Ingibjörg Bjarnadóttir húsfreyja í Reykjavík. Guðrún Bjarnadóttir, giftist ekki.

Bjarni Hákon bjó á Arnarnesi í Dýrafirði 1893-99. Bóndi í Kjaransvík 1899-1900. Bóndi á Búðum í Hlöðuvík 1900-1902. Bóndi í Dýrafirði 1902-1910. Húsmaður í Súgandafirði 1910-1913. Hann fórst með vélbót í fiskiróðri úr Súgandafirði. Ekkja hans bjó eftir það í Súgandafirði, en fluttist til Reykjavíkur upp úr 1920 og var eftir það í skjóli barna sinna.


Ottó Helgi Guðlaugsson

Ottó Helgi Guðlaugsson, Kjaransvík

Guðmundur Þorvaldsson

Guðmundur Þorvaldsson. F. 16. júní 1844. D. 4. ágúst 1925.

Foreldar: Þorvaldur Jónsson bóndi á Hrafnfjarðareyri og kona hans Kristín Sigurðardóttir.

Kona: Svanborg, f. 6. ágúst 1846, d. 27. nóv. 1931, Rósinkarsdóttir, Bjarnasonar bónda á Steinólfsstöðum.

Börn: Bæring Guðmundsson bóndi á Álfsstöðum, varð úti ásamt öðrum manni á Skorarheiði 30. jan. 1903. Þorbjörn Guðmundsson húsmaður í Kjaransvík. Fósturbörn þeirra hjóna voru Vagn Jónatan Jónsson húsmaður á Látrum og Hansína Bæringsdóttir sonardóttir þeirra, átti Jónas Finnbogason bónda í Bolungarvík á Ströndum.

Guðmundur bjó fyrst á Nesi í Grunnavík, síðar á Sútarabúðum og Álfsstöðum. Bóndi í Kjaransvík 1903-1921. Húsmaður á Látrum frá 1921 til æviloka. Guðmundur var seinasti ábúandinn í Kjaransvík.


Þorbjörn Guðmundsson

Þorbjörn Guðmundsson, Kjaransvík

Vagn Jónatan Jónsson

Vagn Jónatan Jónsson, Látur