Munur á milli breytinga „Hælavík“

Úr Slttuhreppur
Jump to navigation Jump to search
(Dýrleiki og afgjald)
(Landkostir)
Lína 38: Lína 38:
  
 
==Landkostir==
 
==Landkostir==
 +
Jarðabók 1710:
 +
 +
<blockquote>Torfrista og stúnga bjargleg. Móskurður nægur. Eggver og fulgveiði af svartfyglu er í Hælavíkurbjargi, þarf þar að síga í vað, og er ábúandi sjaldan so efnaður, að hann geti upp á vaðinn kostað, sem vera þarf undir hundrað faðma langur, eða so fólkmargur að hann gæti sígið þó vaðurinn væri til. Grasatekja næg. Reki í meðallagi, og brúakr ábúandi með frjálsu viðu af rekanum til búsnauðsynja sinna og húsabyggingar og búsgagns síða sér til ábat[a], en stórviða og hvala nýtur staðurinn. Túninu grandar sjáfargángur með landbroti. Enginu grandar vatn og fannilög, sem jetur úr rótina. Hætt er kvikfje fyrir ógöngubjörgum, sem oft verður mein að. Kirkjuvegur bæði lengri og torsóktari heldur en frá Kjaransvík eður Hlöðuvík. Hreppamannaflutningur lángur og nærri ófær fyrir klettum yfir Hælavíkur ófæru eður Skálakamb. Hætt er húsum og heyjum fyrir stórviðrum. Heimræði með sama móti og áður segir um Hlöðuvík, nema hvað leiðin er hjer skerjóttari og lendíng skerjóttari.</blockquote>
 +
 +
Olavíus taldi Hælavík og Hlöðuvík &#132;nydelige Bopæle&#0147;, ef þoka og brim væri ekki til hindrunar. Hann getur þó ekki um nytjar Hælavíkurbjargs, en virðist leggja þessar tvær jarðir að jöfnu að landkostum &mdash; &#0132;temmelig store, jævne, behagelige som Sommeren, og forsynede omtrent med ligesaa god Græsnin som Fliotene&#147;.
 +
 +
Í sóknarlýsingu 1847 segir sr. Jón Eyjólfsson:
 +
 +
<blockquote>Tún er þar ekkert að kalla, en túnstæði er þó gott. útigangur þar mikill og góður í fjöru, en lítll annars, því þar er snjóa- en einkum áveðrasamt mjög. Viðarreki talsverður. Hvassviðrasamt af vestri, og brimasamt af vestri og útnorðri, og gengur stundum brimið inn á baðstofugólf ... Hlynnindi eru mikil að fuglatekju í Hælavíkurbjargi. Í Hælavík er lítið um fisk.</blockquote>
 +
 +
Hráslagalegt hefur verið í Hælavík eftir þessari lýsingu að dæma, en til nokkurs að vinna að búa þar, þar sem hlunnindi eru, bæði af reka og fugli. Útigangur hefur og gert hægara um vik en ella að framfleyta nokkrum skeppnum. Lík hugmynd um landkosti í Hælavík kemur fram í álitsgerð matsnefndar frá 1849:
 +
 +
<blockquote>Reki að góðum mun og mikill afli af bjargfugli prýða jörð þessa fremur öllum meðaljörðum.</blockqoute>
 +
 +
Á síðari árum hefur sjór höggvið stórt skarð í undirlendi Hælavíkur.
  
 
==Fisk- og fuglafli==
 
==Fisk- og fuglafli==

Útgáfa síðunnar 10. nóvember 2012 kl. 15:24

Hælavíkurbjarg skagar norður í haf og heldur að Hornvík að vestan. Það minnir á Hornbjarg að því leyti, að þar myndast nes langt með þverhníptu bjargi austan á, en strönd með aflíðandi brekkum og hjöllum, víða allgrösugum, vestan á. Skammt fyrir innan nestána að vestan verður lítil vík í nesið sjálft. Það er Hælavík. Þar hefur lengi verið byggður bær við litla landkosti, en í námunda við auðugt fuglabjarg og allmikla von um sjávarafla, ef vel viðraði.

Nafn þessarar jarðar hefur tekið nokkrum breytingum. Fyrr á öldum er hún ýmist nefnd Heljarvík eða Hælarvík. Hælarvík verður síðan einrátt nafn hennar um langan aldur, en nafnið Hælavík kemur fyrst fyrir á síðari hluta 19du aldar og hefur fljótt sigrað, svo að nú viðrist einsætt að halda því. Óljóst er, hvað nafnið merkir, en hér skal getið um tvær skýringar á nafninu Hælarvík, sem lengst var notað samkvæmt heimildum. Bergstandur norður af Hælarvíkurbjargi nefnist Hæll. Hafa margir talið, að víkin væri við hann kennd, og sú mun hafa verið almennust skoðun á þessum slóðum. En ef. hælar af hæll hef ég hvergi fundið í orðabókum, svo varla er unnt að fullyrða, að þessi kenning sé rétt. Miklu ótrúlegri virðist þó sú skýring, að nafnið sé dregið af hvorugkynsorðinu hæli, sem hlyti þá að hafa haft annað kyn áður, a.m.k. jafnframt.

Heljarvík er nefnd í Skálholtsannál við árið 1321:

kom hvíta biorn mikill af isum norðr a Strondum. ok drap. viij. menn i Heliar vik. ok reif i sundr. ok át upp svma alla.

Flateyjarannáll bætir við:

Hann var drepinn a Vitalis messo.

Næst er víkin nefnd í rekaskrá Vatnsfjarðarkirkju árið 1327.

Þessa reka aa kirkia j watsfirdi at halfu viþ heimaland . . . J helarvik allan hvalReka oc gieþi onnor.

Þessi ummæli túlkaði Stefán biskup Jónsson á þann veg, að jörðin væri eign Vatnsfjarðarkirkju. Setti hann kirkju þeirri máldaga árið 1509 og gerði um leið þennan úrskurð um Hælavík.

Er greinilega farið eftir rekaskránni frá 1327, því að svo segir orðrétt:

stod sva skrifad j maldaganvm at kirkian j vatzfirdi aä allan hvalreka j hælarvik og aull gædi avnur.

Svo sem kunnugt er, stóðu um þetta leyti harðvítugar deilur milli Stefáns biskups og Björns Guðnasonar í Ögri um svokallaðar Vatnsfjarðarjarðir. Helzti stuðningsmaður Björns var Jón Sigmundsson lögmaður. Árið 1514 stefndi Björn sr. Jóni Eiríkssyni í Vatnsfirði að mæta á Öxarárþingi fyrir lögmanni fyrir upptöku á ýmsum jörðum, sem Björn taldist eiga. Þar segir hann orðrétt:

... hier til hefr þu gripid fyrer mier jordena hælarvik.

Auk þessara deilna við kirkjuvaldið átti Björn í erjum við frændur sína, einkum Björn Þorleifsson, Björnssonar ríka 1467. Var hún meðal jarða, er Þorleifur og Árni, synir hans, fengu í sinn hlut. En Björn Guðnason taldi sig réttan erfingja Þorleifs, móðurbróður síns, þar eð börn hans væru í meinum getin.

Annars er óþarfi að rekja þessar deilur frekar. Þeim lauk með sigri biskups. Vatnsfjarðarkirkja varð eigandi Hælavíkur og hefur verið það síðan.

Dýrleiki og afgjald

Jarðaskrá 1681:

Hælarvík, leiguliði Gvendur, landskuld 40 álnir, leigukúgildi ½ ... 2 fjórðungar.

Í manntali 1703 er jörðin talin 4 hundruð, og er það síðan alltaf talið fornt mat hennar. Í jarðabók 1710 segir svo:

Landskuld xx álnir síðan bóluna, áður xl álnir. Betalast í fiski hjer heima. Leigukúgildi hálft og so að fornu. Leigan betalast í fiski þá vel aflast, ella í landaurum ásam landskuld.

Árið 1788 hefur hálfa kúgildið verið fallið niður, jörðin var þá metin til 15 rd. og landskuld 68 skildingar. Við jarðamatið 1849 var jörðin metin meira en að meðallagi, hvert hundrað á 37 rd., alls 148 rd. Ekkert kúgildi var þá áætlað. Við fasteignamat 1942 var land í Hælavík metið 500 kr., hús 1400 kr. eða alls 1900 kr.

Landkostir

Jarðabók 1710:

Torfrista og stúnga bjargleg. Móskurður nægur. Eggver og fulgveiði af svartfyglu er í Hælavíkurbjargi, þarf þar að síga í vað, og er ábúandi sjaldan so efnaður, að hann geti upp á vaðinn kostað, sem vera þarf undir hundrað faðma langur, eða so fólkmargur að hann gæti sígið þó vaðurinn væri til. Grasatekja næg. Reki í meðallagi, og brúakr ábúandi með frjálsu viðu af rekanum til búsnauðsynja sinna og húsabyggingar og búsgagns síða sér til ábat[a], en stórviða og hvala nýtur staðurinn. Túninu grandar sjáfargángur með landbroti. Enginu grandar vatn og fannilög, sem jetur úr rótina. Hætt er kvikfje fyrir ógöngubjörgum, sem oft verður mein að. Kirkjuvegur bæði lengri og torsóktari heldur en frá Kjaransvík eður Hlöðuvík. Hreppamannaflutningur lángur og nærri ófær fyrir klettum yfir Hælavíkur ófæru eður Skálakamb. Hætt er húsum og heyjum fyrir stórviðrum. Heimræði með sama móti og áður segir um Hlöðuvík, nema hvað leiðin er hjer skerjóttari og lendíng skerjóttari.

Olavíus taldi Hælavík og Hlöðuvík &#132;nydelige Bopæle&#0147;, ef þoka og brim væri ekki til hindrunar. Hann getur þó ekki um nytjar Hælavíkurbjargs, en virðist leggja þessar tvær jarðir að jöfnu að landkostum — &#0132;temmelig store, jævne, behagelige som Sommeren, og forsynede omtrent med ligesaa god Græsnin som Fliotene&#147;.

Í sóknarlýsingu 1847 segir sr. Jón Eyjólfsson:

Tún er þar ekkert að kalla, en túnstæði er þó gott. útigangur þar mikill og góður í fjöru, en lítll annars, því þar er snjóa- en einkum áveðrasamt mjög. Viðarreki talsverður. Hvassviðrasamt af vestri, og brimasamt af vestri og útnorðri, og gengur stundum brimið inn á baðstofugólf ... Hlynnindi eru mikil að fuglatekju í Hælavíkurbjargi. Í Hælavík er lítið um fisk.

Hráslagalegt hefur verið í Hælavík eftir þessari lýsingu að dæma, en til nokkurs að vinna að búa þar, þar sem hlunnindi eru, bæði af reka og fugli. Útigangur hefur og gert hægara um vik en ella að framfleyta nokkrum skeppnum. Lík hugmynd um landkosti í Hælavík kemur fram í álitsgerð matsnefndar frá 1849:

Reki að góðum mun og mikill afli af bjargfugli prýða jörð þessa fremur öllum meðaljörðum.</blockqoute>

Á síðari árum hefur sjór höggvið stórt skarð í undirlendi Hælavíkur.

Fisk- og fuglafli

Ábúendur

Bárður Guðmundsson

Bárður Guðmundsson. F. um 1660. Var á lífi 1710.

Um ætt Bárðar er ekki vitað. Hann bjó í Hælavík 1703-1710, ókvæntur. Ráðskona hans var systir hans, Járngerður Guðmundsdóttir, f. um 1661.


Jón Bjarnason

Jón Bjarnason. F. um 1692, var á lífi 1753.

Hann mun hafa verið sonur Bjarna Jónssonar á Látrum og konu hans Guðrúnar Guðlaugsdóttur. Hann bjó í Skáladal 1735, en var bóndi í Hælavík 1753.

Í þjóðsögum er sagt, að Snorri Björnsson, prestur á Stað í Aðalvík og síðar á Húsafelli, hafi átt í galdrasviptingum við Jón, gamlan bónda í Hælavík. Ef til vill hefur það verið þessi Jón.


Herdís Arnfinnsdóttir

Herdís Arnfinnsdóttir. Hún bjó í Hælavík 1756.

Hún hefur verið dóttir Arnfinns Bjarnasonar í Stakkadal. Ástæða væri til þess að halda hana ekkju Jóns Bjarnasonar, og svo kann að hafa verið. En munnmæli herma, að hún hafi verið ekkja manns þess, er Þorsteinn hét. Sjá Hornstrendingabók bls. 252. Freistandi væri að halda að seinni maður Herdísar hafi verið Stefán Benediktsson í Hælavík, því að Herdísarnafnið kemur fram meðal niðja hans.


Stefán Benediktsson

Stefán Benediktsson. F. um 1722. Dánarár ókunnugt.

Stefán hefur trúlega verið aðfluttur, en hvaðan hann hefur komið finnst ekki.

Sonur hans var Þorsteinn Stefánsson bóndi í Hælavík og Höfn.

Stefán bjó í Hælavík 1760 og líklega fram undir 1780.


Þorsteinn Stefánsson

Þorsteinn Stefánsson. F. um 1759. D. 7. júlí 1828.

Foreldrar: Stefán Benediktsson bóndi í Hælavík og líklega Herdís Arnfinnsdóttir.

Kona 1: Guðný Snorradóttir úr Höfn.

Börn: Ólafur Þorsteinsson bóndi í Rekavík bak Höfn. Elísabet Þorsteinsdóttir kona Ebenezers Ebenezerssonar bónda á Dynjanda í Jökulfjörðum. Valgerður Þorsteinsdóttir, átti fyrr Magnús Sigurðsson og síðar Andrés Gíslason. Þeir bjuggu báðir í Höfn. Stefán Þorsteinsson dó ungur.

Kona 2: Kristín, f. um 1766, d. 5. júlí 1841, Bjarnadóttir, Jónssonar á Marðareyri. Hún átti áður Gísla Þorvaldsson bónda á Steig í Jökulfjörðum. Þau Þorsteinn barnlaus.

Þorsteinn Stefánsson bjó í Hælavík 1780-88, en fluttist þá í Höfn og bjó þar síðan. Um Þorstein hvað Snorri Brynjólfsson í Hælavík:

Þorsteinn Hafnar þvær sér lítt

því er hann svo blakkur
vaskur heggur viðinn títt,

vel í björgum flakkur.


Solveig Pétursdóttir

Solveig Pétursdóttir. F. um 1741. Hún var enn á lífi 1801.

Líklega dóttir Péturs Oddssonar frá Kollsá í Grunnavíkurhreppi.

Ekkja Snorra Einarssonar (Barna-Snorri), er lést 1783-87.

Börn: Guðmundur Snorrason, 1771-1811, bóndi í Smiðjuvík og síðar á Glúmsstöðum. Ingveldur Snorradóttir, 1772-1816, fyrri kona Sigurðar Pálssonar á Horni. Guðrún Snorradóttir, 1774-1827, kona Brynjólfs Jónssonar í Hælavík. Jón Snorrason, 1776-1829, síðast bóndi í Rekavík bak Höfn. Steinunn Snorradóttir, Höfn, 1778-1864, giftist ekki, en átti barn. Anna Snorradóttir, 1779-1841, kona Sigurðar Þorsteinssonar á Horni. Málmfríður Snorradóttir, 1780. Einar Snorrason, Bolungarvík á Ströndum 1783-1884, bóndi í Bolungarvík á Ströndum. Pétur Snorrason, 1784 (skv. Íslendingabók).


Ekkert bændatal er til úr Sléttuhreppi á þeim tíma, sem Snorri bjó í Höfn. Segja má að skriflegar heimildir séu litlar eða engar um búsetu hans þar. Samt er víst, að hann bjó þar. Bjó Solveig í Höfn eftir að Snorri lést, en fluttist þaðan í Hælavík 1788 og bjó þar til 1794. Hún var svo aftur ábúandi í Hælvík 1801.


Brynjólfur Jónsson

Brynjólfur Jónsson. F. um 1768. D. 14. júní 1838.

Hann er sagður hafa verið sonur Jóns Oliferssonar bónda í Bolungarvík á Ströndum. Móðir Brynjólfs var Sigríður Einarsdóttir

Kona: Guðrún, d. 5 júlí 1827 Snorradóttir úr Höfn.

Börn: Snorri Brynjólfsson, bóndi í Hælavík. Brynjólfur Brynjólfsson bóndi í Kjaransvík og Hælavík. Kristín Brynjólfsdóttir, d. 30. sept. 1848, ógift. Sigríður Brynjólfsdóttir átti Karvel Halldórsson bónda í Skáladal. Gunnvör Brynjólfsdóttir, giftist ekki, en var ráðskona Þorsteins Snæbjörnssonar á Atlastöðum og átti með honum börn. Eitt þeirra var Brynjólfur Þorsteinsson hreppstjóri á Sléttu. Málfríður Brynjólfsdóttir, d. 16. júlí 1862, ógift. Solveig Brynjólfsdóttir dó ung og ógift.

Brynjólfur var bóndi í Hælavík 1792-95. Bóndi í Hlöðuvík 1801-1805. Bóndi í Hælavík frá 1805. Mun hafa verið húsmaður þar síðustu árin.

Kona 12. febrúar 1931, Guðrún, f. 4. marz 1886, Samúelsdóttir, Guðmundssonar húsmanns í Höfn og síðar á Horni. Barnlaus.



Ólafur Jónsson

Ólafur Jónsson. Bóndi í Hælavík 1794-96. Um hann er ekkert vitað. Í manntalinu 1801 hef ég engan mann fundið, sem örugglega gæti verið hann.



Sigurður Jónsson

Sigurður Jónsson. F. um 1750. Var á lífi 1810.

Um foreldra hans er ekki vitað.

Sigurður var tvíkvæntur. Hver fyrri kona hans var er ekki vitað. Dóttir þeirra var Sigríður Sigurðardóttir, vinnukona í Miðvík 1816.

Seinni kona Sigurðar var Guðrún Einarsdóttir, f. um 1751.

Börn: Kristín Sigurðardóttir. Guðmundur Sigurðsson. Hann var vinnumaður hér og þar í sveitinni, kvæntist ekki, en honum eru kennd ein fjögur börn.

Sigurður Jónsson bjó á Hesteyri 1785-93. Bóndi í Stakkadal 1793-1806 eða lengur. Bóndi í Hælavík 1810, en horfinn úr bændatölu 1811.


Mikael Björnsson

Mikael Björnsson. F. um 1722. D. 19. júní 1840.

Foreldrar: Björn Jónsson bóndi í Neðri-Miðvík, síðast í Görðum og kona hans Hildur Ólafsdóttir.

Börn: Rósinkar Mikaelsson bóndi í Kjaransvík. Engilbert Mikaelsson bóndi á Glúmsstöðum. Engilbjörg Mikaelsdóttir, átti Brynjólfur Brynjólfsson í Kjaransvík. Þorsteinn Mikaelsson bóndi í Efri-Miðvík.

Mikael var bóndi í Þverdal 1803-12. Bóndi í Hælavík 1816. Bóndi og húsmaður í Kjaransvík 1820-40.


Brynjólfur Brynjólfsson

Brynjólfur Brynjólfsson. F. um 1799. D. 19. nóvember 1839.

Foreldrar: Brynjólfur Jónsson bóndi í Hælavík og kona hans Guðrún Snorradóttir.

Kona: 31. ágúst 1834, Engibjört, f. 1807, d. 31. júlí 1870, Mikaelsdóttir, Björnssonar í Kjaransvík.

Börn: Bæring Brynjólfsson, vinnumaður, var vinnumaður á Horni 1860, fluttist til Grunnavíkur, mun ekki hafa kvænzt. Hermann Brynjólfsson, fórst í lendingu á Almenningum 6. febrúar 1878 ókvæntur.

Brynjólfur var bóndi í Hælavík 1827-32. Húsmaður og bóndi í Kjaransvík 1832-39.


Snorri Brynjólfsson

Snorri Brynjólfsson. F. um 1798. D. 25. apríl 1863.

Foreldrar: Brynjólfur Jónsson bóndi í Hælavík og kona hans Guðrún Snorradóttir.

Kona: 7. sept. 1823, Elísabet Hallvarðsdóttir, ekkja Ólafs Þorsteinssonar í Rekavík.

Börn: Guðmundur Snorrason bóndi í Kjaransvík. Launsonur Snorra var Þorsteinn Snorrason, lengst vinnumaður í Hælavík. Hann drukknaðir með Friðriki Einarssyni úr Hælavík haustið 1872, ókv.

Snorri var húsmaður og bóndi í Hælavík frá 1824 til dánardags. Hann var sagður gáfumaður.



Guðmundur Snorrason

Guðmundur Snorrason. F. 26. marz 1823. D. 4. april 1887.

Foreldrar: Snorri Brynjólfsson bóndi í Hælavík og kona hans Elísabet Hallvarðsdóttir.

Kona 5. okt. 1845, Sigurfljóð, f. 4. ágúst 1829, d. 28. júní 1883, Ísleifsdóttir, Ísleifssonar á Hesteyri. Börn: Friðrik Guðmundsson húsmaður í Kjaransvík. Geirmundur Guðmundsson bóndi á Atlastöðum.

Guðmundur Snorrason var húsmaður í Hælavík 1845-52. Bóndi í Kjaransvík frá 1852 til æviloka. Var forn í skapi og háttum, en góðviljaður drengskaparmaður.


Jóhannes Sakaríasson

Jóhannes Sakaríasson. F. 28. marz 1826. D. 6. febrúar 1913.

Foreldrar: Sakarías Guðlaugsson bóndi í Stakkadal og kona hans Björg Árnadóttir.

Kona: 29. sept. 1849, Guðrún, f. 18. júní 1830, d. 28. okt. 1894, Hjálmarsdóttir, Jóhannessonar í Höfn.

Börn: Hjálmar Jóhannesson bóndi í Rekavík, Kristján Jóhannesson bóndi í Rekavík.

Jóhannes var húsmaður í Stakkadal 1850-56. Bóndi í Hlöðuvík 1857-61. Bóndi í Hælavík 1870. Bóndi í Rekavík frá 1872 og síðast húsmaður þar. Var síðustu árin blindur. Ráðskona hans eftir að hann missti konuna var Guðrún Finnsdóttir


Rósinkar Rósinkarsson

Rósinkar Rósinkarsson. F. 19. september 1832. D. 22. september 1883.

Foreldrar: Rósinkar Mikaelsson bóndi í Kjaransvík og kona hans Ingibjörg Ísleifsdóttir.

Kona: 18. sept. 1862, Svanborg, f. 4. maí 1838, d. 13. janúar 1914, Friðriksdóttir Hallssonar í N. Miðvík.

Börn: Jóna Rósinkransdóttir, giftist ekki. Guðmundur Rósinkransson, drukknaði ókvæntur. María Rósinkransdóttir, giftist ekki. Svanfríður Rósinkransdóttir, d. 22. okt. 1907, ógift. Guðbjörg Rósinkransdóttir, átti Jónas Elíasson Ísafirði.

Barn Svanborgar áður en hún giftist með Jóhannes Jóhannessyni Jóhannes Jóhannesson. Kvæntist ekki.

Rósinkar var húsmaður og bóndi í Efri-Miðvík 1864-66. Bóndi í Hlöðuvík 1866-67. Bóndi í Hælavík frá 1867 til æviloka.

(Íslendingabók segir að þau hjón hafi átt tvo syni er hétu Guðmundur, annar dó sama ár og hann fæddist, 1865. Sá yngri fæddist 1869 og lést 1907.)


Friðrik Einarsson

Friðrik Einarsson. F. 3. september 1831. D. 9. desember 1872.

Foreldrar: Einar Sigurðsson bóndi á Horni og fyrri kona hans Guðfinna Sigmundsdóttir.

Kona: 13. sept. 1856, Herborg, f. 19. des. 1835, d. 15. marz 1905, Sigurðardóttir, Jónssonar á Sléttu. Húnn átti síðar Agnar Agnarsson vinnumann á Læk.

Börn: Sigurður Friðriksson bóndi á Læk. Guðleifur Friðriksson, fór ungur til Ameríku og ílentist þar. Karólína Friðriksdóttir, d. 15. júní 1936 á Ísafirði.

Friðrik var húsmaður í Höfn 1855 og aftur 1865-66. Bóndi á Steinólfsstöðum 1856-65. Húsmaður á Horni 1856. Bóndi í Rekavík bak Höfn 1866-71. Bóndi í Hælavík 1871-72. Þaðan drukknaði hann við annan mann á báti.


Guðni Kjartansson

Guðni Kjartansson. F. 5. maí 1858. D. 17. október 1931.

Foreldrar: Kjartan Ólafsson bóndi á Atlastöðum og kona hans Ingibjörg Sakaríasdóttir.

Kona: 26. sept. 1881, Hjálmfríður, f 1. maí 1860, d. 7. maí 1935, Ísleifsdóttir, Ísleifssonar á Hesteyri og í Hlöðuvík.

Börn: Guðríður María Guðnadóttir, f. 2. apríl 1881, d. 11 júní 1968, átti Svein Vopnfjörð, bjuggu í Reykjavík. Ingibjörg Kristín Guðnadóttir átti Guðlaug Hallvarðsson á Búðum í Hlöðuvík. Guðmundur Jón Guðnason bóndi á Búðum í Hlöðuvík. Sigmundur Ragúel Guðnason bóndi í Hælavík. Stefanía Halldóra Guðnadóttir, átti Sigurð Sigurðsson bónda í Hælavík. Guðrún Guðnadóttir dó ung. Fóstursonur þeirra hjóna var dóttursonur þeirra, Þórleifur Bjarnason.

Guðni bjó í Hælavík 1882-98. Bóndi í Kjaransvík 1898-99, fluttist þá aftur í Hælavík og bjó þar til 1920, oftast í tvíbýli. Húsmaður á Búðum í Hlöðuvík frá 1920 til æviloka.


Kristján Jóhannesson

Kristján Jóhannesson. F. 4. apríl 1861. D. 30. janúar 1927.

Foreldrar: Jóhannes Sakaríasson, síðast bóndi í Rekavík, og kona hans Guðrún Hjálmarsdóttir.

Kona: 23. sept. 1884, Hansína Steinunn, f. 10. febr. 1852, d. 26. marz 1932, Finnsdóttir, Gestssonar, bónda í N. Miðvík.

Börn: Margrét Kristjánsdóttir, f. 22. ág. 1889, átti Elías Angantýsson sjómann í Bolungarvík. Jóhanna Guðríður Kristjánsdóttir átti Þorkel Sigurðsson. Fóstursonur þeirra hjóna var Jóhannes Hjálmarsson bróðursonur Kristjáns.

Kristján var fyrst húsmaður í Rekavík. Bóndi í Hælavík 1889-92. Bóndi í Rekavík 1892-1908. Hann fluttist þaðan til Bolungarvíkur, síðar til Siglufjarðar og átti þar heima til æviloka.


Hjálmar Jóhannesson

Hjálmar Jóhannesson. F. 9. apríl 1850. D. 6. maí 1905.

Foreldrar: Jóhannes Sakaríasson húsmaður í Stakkadal, síðast bóndi í Rekavík, og kona hans Guðrún Hjálmarsdóttir.

Kona: 29. sept. 1878, Guðrún, f. 2. maí. 1858, d. 6. janúar 1924, Ebenezersdóttir, Sigurðssonar, bónda í Furufirði.

Börn: Björg Hjálmarsdóttir, dó ung. Jón Hjálmarsson, f. 27. júní 1885, kvæntist ekki. Jóhanna Hjálmarsdóttir, f. 6. maí 1882, d. 4. ágúst 1935. Jóhannes Hjálmarsson skipstjóri á Siglufirði, f. 16. okt. 1895, d. 1942. Ólst upp hjá föðurbróður sínum, Kristjáni Jóhannessyni. Sigurður Hjálmarsson bóndi í Rekavík.

Hjálmar var húsmaður í Rekavík 1880-84. Bóndi á Steinólfsstöðum í Jökulfjörðum 1885 og aftur rétt fyrir aldamótin. Bóndi í Hælavík 1894. Bóndi í Hlöðuvík 1901-1905.


Snorri Einarsson

Snorri Einarsson (Barna-Snorri). F. um 1731. D. 1783-87.

Ekkert bændatal er til úr Sléttuhreppi á þeim tíma, sem Snorri bjó í Höfn. Segja má að skriflegar heimildir séu litlar eða engar um búsetu hans þar. Samt er víst, að hann bjó þar.

Munnmæli segja, að Barna-Snorri hafi búið í Höfn, verið þríkvæntur og átt um tuttugu börn. Ekkja Snorra var Solveig Pétursdóttir, Höfn f. um 1741, líklega dóttir Péturs Oddssonar frá Kollsá í Grunnavíkurhreppi. Hún var enn á lífi 1801. Árið 1762 bjó Snorri Einarsson í Kvíum og var þá 31 árs. Hann bjó þá í fyrsta hjónabandi. Kona hans var sögð þrítug og þau áttu einn son. Telja verður líklegt, að sé Snorri sá, sem síðar bjó í Höfn. En hann hefur mátt sín mikils í barneignum, hafi hann eignast nítján börn eftir 1762, eins og munnmæli hermdu og niðjar hans fullyrtu. Hann hefur flutzt í Höfn rétt eftir 1762, enda Höfn talin í byggð 1766, þótt ekki sé getið nafns ábúandans. Í Höfn hefur hann búið fram yfir 1780. Ekkja hans, Solveig, bjó í Höfn 1787, og yngsta barn þeirra, sem lifði, fæddist í Höfn 1783.

Í manntali 1801 og 1816 er getið einna ellefu eða tólf Snorrabarna og mörg þeirra sögð fædd í Höfn. Þau voru þessi Ingveldur Snorradóttir, fyrri kona Sigurðar Pálssonar á Horni. Þóra Snorradóttir, kona Jóns Þorkelssonar bónda á Atlastöðum. Guðný Snorradóttir kona Þorsteins Stefánssonar í Höfn. Guðrún Snorradóttir, kona Brynjólfs Jónssonar í Hælavík. Anna Snorradóttir, kona Sigurðar Þorsteinssonar á Horni, Jón Snorrason síðast bóndi í Rekavík bak Höfn. Málfríður Snorradóttir, Höfn, dó ung. Steinunn Snorradóttir, Höfn, giftist ekki, en átti barn. Einar Snorrason bóndi í Bolungarvík á Ströndum. Hann var yngstur þeirra Snorrabarna, sem finnast í manntölum. Sigfús Snorrason, Barðsvík bóndi í Barðsvík á Ströndum. Guðmundur Snorrason bóndi í Smiðjuvík og síðar á Glúmsstöðum.

Eins og áður er getið bjó Solveig ekkja Snorra í Höfn, en fluttist þaðan í Hælavík 1788 og bjó þar til 1794. Hún var svo aftur ábúandi í Hælvík 1801.


Kristján Jónsson

Kristján Jónsson. F. 6. desember 1844. D. 18. marz 1925.

Foreldrar: Jón Gíslason bóndi í Höfn og kona hans Höfn.

Kona: 26. september 1873, Guðfinna, f. 28. desember 1848, d. 1. desember 1926, Arnórsdóttir, Ebenezerssonar húsmanns á Horni, síðar bónda í Rekavík bak Höfn.

Börn: Finnbjörg Kristjánsdóttir, f. 18. ágúst 1873, fluttist til Eyjafjarðar, giftist ekki. Bjargey Halldóra Kristjánsdóttir, f. 18. marz 1977, d. 29. maí 1894, efnisstúlka. Fósturbörn þeirra hjóna voru: Ólafía Sigmundsdóttir, átti Baldvin Sigfússon. Sigurður Sigurðsson bóndi í Hælavík. Jakob Guðleifsson, fórst af slysförum í Hælavíkurbjargi 16. júlí 1914. Bjargey Halldóra Pétursdóttir kona Sigmundar Guðnasonar bónda í Hælavík.

Kristján bjó í Höfn 1873-1900. Bóndi í Hælavík 1900-20. Kristján var greindur maður, fróður og góður rímmaður, skrifaði nokkrar greinar í blöð.


Sigurður Sigurðsson

Sigurður Sigurðsson. F. 28. marz 1892. D. 9. maí 1968.

Foreldrar: Sigurður Friðriksson bóndi á Læk og kona hans Kristín Arnórsdóttir. Sigurður Sigurðsson ólst upp hjá Kristjáni Jónssyni og konu hans í Hælavík.

Kona: 5. nóv. 1917, Stefanía Halldóra, f. 22. júní 1897, Guðnadóttir Kjartanssonar í Hælavík.

Börn: Jakobína Sigurðardótir f. 8. júlí 1918, rithöfundur, gift Þorgrími Starra Björgvinssynmi bonda í Garði í Mývatnssveit. Sigurborg Rakel Sigurðardóttir f. 29. ágúst 1919, kona Jóhanns Björgvinssonar bónda í Grænuhlíð við Reyðarfjörð. Ólafía Ásdís Sigurðardóttir, f. 29. okt. 1920, kona Ragnars Jónssonar bónda á Hólabrekku í Laugardal. Sigríður Stefanía Sigurðardóttir, f. 26. júlí 1922, kona Björgvins Árnasonar skrifstofumanns í Keflavík. Kristján Stefán Sigurðsson, f. 14. nóv. 1924, héraðslæknir á Patreksfirði og síðar sjúkrahúslæknir í Reykjavík, kvæntur Valgerði Halldórsdóttúr frá Garði í Mývatnssveit. Ingólfur Marteinn Sigurðsson, f. 19. júlí 1926, trésmíðameistari í reykjavík, kvæntur Svanfríði Símonardóttur. Baldvin Lúðvík Sigurðsson, f. 26. janúar 1928, sjómaður í Reykjavík, kvæntur Halldór Guðmundsdóttur. Guðmundur Jóhann Sigurðsson, f. 12. maí 1929, skipasmiður í Keflavík, ókvæntur. Guðrún Rósa Sigurðardóttir, f. 9. sept. 1930, gift Hirti Guðmundssyni verkamanni í Kópavogi. Fríða Áslaug Sigurðardóttir, f. 11. des. 1940, B.A. gift Gunnari Ásgeirssyni gagnfræðaskólakennara í Reykjavík. Guðný Sigrún Sigurðardóttir, f. 1. febrúar 1945, kona Hallbjarnar Björnssonar rafvirkja, Skagaströnd.

Sigurður var bóndi í Hælavík 1919-36. Bóndi og símstöðvarstjóri á Hesteyri 1936-46. Fluttist til Keflavíkur 1946. Greindur maður og listasmiður.


Sigmundur Guðnason

Sigmundur Ragúel Guðnason. F. 13. desember 1893.

Foreldrar: Guðni Kjartansson bóndi í Hælavík og kona hans Hjálmfríður Ísleifsdóttir.

Kona: 2. okt. 1920, Bjargey Halldóra, f. júní 1902, Pétursdóttir, Jóhannssonar úr Látravík, ólst upp hjá Kristjáni Jónssyni í Hælavík.

Börn: Pétur Sigmundsson, f. 1. sept. 1921, kvæntur Birnu Þorbergsdóttur, verkamaður á Hjalteyri í Eyjafirði. Guðný Hjálmfríður Sigmundsdóttir, f. 16. sept. 1922, kona Reynis Jónssonar verkamanns í Keflavík. Petólína Sigmundsdóttir, f. 16. sept. 1922 (þær tvíburar), átti Guðmund Ólaf Guðjónsson smið úr Þaralátursfirði. Hann fórst í Hornbjargi 1. júní 1954. Jón Þorkell Sigmundsdóttir, f. 11. janúar 1925, sjómaður í Bolungarvík, bjó á Horni 1951-52, kvæntur Huldur Eggertsdóttur úr Bolungarvík. Kjartan Hólm Sigmundsson, f. 22. des. 1927, sjómaður, kvæntur Maríu Hallgrímsdóttur frá Dynjanda í Jökulfjörðum. Guðfinna Ásta Sigmundsdóttir, f. 20. febrúar 1931, kona Jóns Guðmundssonar verkamanns í Keflavík. Ingibjörg Unnur Sigmundsdóttir, f. 20. maí 1933, kona Arnórs Jónssonar, búsett á Ísafirði. Trausti Sigmundsson, f. 24. nóv. 1937, ókvæntur.

Sigmundur var bóndi í Hælavík 1920-37. Bóndi í Rekavík 1937-1940. Bóndi í Höfn 1940-42. Vitavörður og bóndi í Látravík 1942-1947. Fluttist til Ísafjarðar 1947 og bjó þar síðan. Skáldmæltur. Ljóðabók hans, Brimhljóð, kom út 1955.


Jón Þorbjörnsson

Jón Þorbjörnsson. F. 22. apríl 1907.

Foreldrar: Þorbjörn Guðmundsson bóndi á Steig í Jökulfjörðum, síðar í Kjaransvík og á Steinólfsstöðum og kona hans Guðrún Jensdóttir.

Kona 12. febrúar 1931, Guðrún, f. 4. marz 1886, Samúelsdóttir, Guðmundssonar húsmanns í Höfn og síðar á Horni. Barnlaus.

Jón var húsmaður á Horni 1931-1941. Bjó í Hælavík 1941-43. Húsmaður á Hesteyri 1944-47, en fluttist þá til Súðavíkur.