Munur á milli breytinga „Rekavík bak Höfn“

Úr Slttuhreppur
Jump to navigation Jump to search
(Ný síða: {{TOCright}} ==Dýrleiki og afgjald== ==Landkostir== ==Ábúð og afkoma== ==Ábúendur== ===Indriði Jónsson=== {{:Indriði Jónsson, Rekavík bak Höfn}} ===Ólafur Þorsteinsson...)
 
Lína 1: Lína 1:
 
{{TOCright}}
 
{{TOCright}}
 +
Eins og áður er getið, skilur [[Hafnarfjall]] lönd [[Höfn|Hafnar]] og Rekavíkur bak Höfn. Liggur leiðin frá Höfn til Rekavíkur með sjónum og verður að fara tæpa götu, hengiflug fyrir neðan. Eru tvær leiðir, önnur efri og nefnist [[Barð]], hin neðri og nefnist [[Bás]]. Þegar yfir þessar torfærur er komið, opnast sýn yfir Rekavík. Er hún lítil og girt háum fjöllum, Hafnarfjalli að suðaustan og [[Rekavíkurfjall|Rekavíkurfjalli]] að norðvestan. Fyrir miðri víkinni eru brekkur með jöfnum halla, og enda þær í [[Atlaskarði]], en um það er eina leiðin frá Rekavík til vestari víkanna, sem farin verður á landi. Undirlendi er lítið í rekavík og slægjulönd spillt af vatni, er rennur víða úr fjöllunum í smálækjum.
  
 +
Rekavíkur bak Höfn er fyrst getið í [[Vilkinsmáldaga]] 1397. Samkvæmt honum átti [[Lárentínusarkirkja]] í [[Holti]] í Önundarfirði þriðjung hvalreka í Rekavík hjá Höfn. Næst er jarðarinnar getið í bréfi frá 8. des. 1431. Þá hefur [[Guðni Oddsson, Rekavík bak Höfn]] gefið jörðina [[Mýrakirkju]] í Dýrafirði fyrir sálu konu sinnar, [[Þorbjörg Guðmundsdóttir|Þorbjargar Guðmundsdóttur]]. Er jörðin þar enn nefnd Rekavík hjá Höfn. Rekavík var eign Mýrakirkju, þar til [[Guðrún Ebenezersdóttir, Rekavík bak Höfn|Guðrún Ebenezersdóttir]], er lengi bjó þar, keypti hana í kringum 1920 fyrir 2000 kr. Er hún nú eign erfingja hennar.
 
==Dýrleiki og afgjald==
 
==Dýrleiki og afgjald==
 +
Rekavík er nefnd í reikningum um styrjaldarhjálp frá 1681, en þar er ekki getið um dýrleika hennar. Ekki er hún þar talin meðal jarða [[Mýrarkirkja|Mýrarkirkju]], hvernig sem á því stendur. En hún er talin meðal annarra leiguliðajarða í [[Aðalvíkursókn]]:
 +
<blockquote>Rekavík, leiguliði Ólafur, landskuld 30 álnir, leigukúgildi 0 &mdash; er öreigi.</blockquote>
 +
Enn stendur við árið 1682:
 +
<blockquote>Rekavík, kirkjujörð, leiguliði Ólafur, landskuld 30 álnir. Öreigi, andaður. Er ekkert að fá.</blockquote>
 +
Í manntali 1703 er jörðin talin 4 hundruð, og er það ævinlega talið hið forna mat hennar. Í jarðabók 1710 stendur þetta:
 +
<blockquote>Landskuld xxx álnir. Betalaðist ýmist í fiski eður landaurum. Leigukúgildi engin í 12 eða 13 ár, áður eitt. Leigur betöluðust í fiski eður landaurum ásamt landskuld til umboðsmanns innan hreppa. Kvaðir öngvar.</blockquote>
  
 +
Engar heimildir aðrar eru um jörðina frá 18du öld og virðist hún hafa legið í eyði allan þann tíma. Við endurmatið 1849 var jörðin metin meira en að meðallagi eða 28 ríkisdalir hvert hundrað, alls 112 rd. En við yfirmat var hvert hundrað lækkað aftur um 3 rd. Segir svo í greinargerð yfirmatsmanna:
 +
<blockquote>Rekavík þykir rannsóknarmönnum of hátt metin sem lélegt kot, virðist þeim því hæfilegt að lækka hana um 3 rbd. hundraðið, verður þá jarðarskikinn alls á 100 rbd.</blockquote>
 +
 +
Við fasteignamat 1942 varð heildarmat Rekavíkur 2700 kr., þar af 1000 kr. í landi og 1700 kr. í húsum.
 
==Landkostir==
 
==Landkostir==
  

Útgáfa síðunnar 21. september 2011 kl. 22:39

Eins og áður er getið, skilur Hafnarfjall lönd Hafnar og Rekavíkur bak Höfn. Liggur leiðin frá Höfn til Rekavíkur með sjónum og verður að fara tæpa götu, hengiflug fyrir neðan. Eru tvær leiðir, önnur efri og nefnist Barð, hin neðri og nefnist Bás. Þegar yfir þessar torfærur er komið, opnast sýn yfir Rekavík. Er hún lítil og girt háum fjöllum, Hafnarfjalli að suðaustan og Rekavíkurfjalli að norðvestan. Fyrir miðri víkinni eru brekkur með jöfnum halla, og enda þær í Atlaskarði, en um það er eina leiðin frá Rekavík til vestari víkanna, sem farin verður á landi. Undirlendi er lítið í rekavík og slægjulönd spillt af vatni, er rennur víða úr fjöllunum í smálækjum.

Rekavíkur bak Höfn er fyrst getið í Vilkinsmáldaga 1397. Samkvæmt honum átti Lárentínusarkirkja í Holti í Önundarfirði þriðjung hvalreka í Rekavík hjá Höfn. Næst er jarðarinnar getið í bréfi frá 8. des. 1431. Þá hefur Guðni Oddsson, Rekavík bak Höfn gefið jörðina Mýrakirkju í Dýrafirði fyrir sálu konu sinnar, Þorbjargar Guðmundsdóttur. Er jörðin þar enn nefnd Rekavík hjá Höfn. Rekavík var eign Mýrakirkju, þar til Guðrún Ebenezersdóttir, er lengi bjó þar, keypti hana í kringum 1920 fyrir 2000 kr. Er hún nú eign erfingja hennar.

Dýrleiki og afgjald

Rekavík er nefnd í reikningum um styrjaldarhjálp frá 1681, en þar er ekki getið um dýrleika hennar. Ekki er hún þar talin meðal jarða Mýrarkirkju, hvernig sem á því stendur. En hún er talin meðal annarra leiguliðajarða í Aðalvíkursókn:

Rekavík, leiguliði Ólafur, landskuld 30 álnir, leigukúgildi 0 — er öreigi.

Enn stendur við árið 1682:

Rekavík, kirkjujörð, leiguliði Ólafur, landskuld 30 álnir. Öreigi, andaður. Er ekkert að fá.

Í manntali 1703 er jörðin talin 4 hundruð, og er það ævinlega talið hið forna mat hennar. Í jarðabók 1710 stendur þetta:

Landskuld xxx álnir. Betalaðist ýmist í fiski eður landaurum. Leigukúgildi engin í 12 eða 13 ár, áður eitt. Leigur betöluðust í fiski eður landaurum ásamt landskuld til umboðsmanns innan hreppa. Kvaðir öngvar.

Engar heimildir aðrar eru um jörðina frá 18du öld og virðist hún hafa legið í eyði allan þann tíma. Við endurmatið 1849 var jörðin metin meira en að meðallagi eða 28 ríkisdalir hvert hundrað, alls 112 rd. En við yfirmat var hvert hundrað lækkað aftur um 3 rd. Segir svo í greinargerð yfirmatsmanna:

Rekavík þykir rannsóknarmönnum of hátt metin sem lélegt kot, virðist þeim því hæfilegt að lækka hana um 3 rbd. hundraðið, verður þá jarðarskikinn alls á 100 rbd.

Við fasteignamat 1942 varð heildarmat Rekavíkur 2700 kr., þar af 1000 kr. í landi og 1700 kr. í húsum.

Landkostir

Ábúð og afkoma

Ábúendur

Indriði Jónsson

Indriði Jónsson. F. um 1656. Dánarár ókunnugt.

Ekki er vitað hverra manna Indriði var. Kona hans var Guðný Björnsdóttir, f. um 1656. Þau munu hafa verið barnslaus. Þau bjuggu í Rekavík 1703. Var þá heimilisfólk ekki annað en þau tvö. Eftir þetta virðist jörðin hafa verið í eyði í rúma öld eða til 1811.


Ólafur Þorsteinsson

Ólafur Þorsteinsson. F. um 1783. D. 25. febrúar 1820.

Foreldrar: Þorsteinn Stefánsson bóndi í Hælavík, síðar í Höfn og fyrri kona hans Guðný Snorradóttir.

Kona: Elísabet, f. um 1785, d. 8. apríl 1859, Hallvarðsdóttir, Jónssonar í Kvíum. Hún átti síðar Snorra Brynjólfsson í Hælavík.

Börn þeirra Ólafs dóu ung. Dóttir Ólafs áður en hann kvæntist mun hafa verið Guðrún Ólafsdóttir seinni kona Guðmundar Halldórssonar í Tungu.

Ólafur bjó í Höfn 1810, en hóf búskap í Rekavík 1811 og bjó þar til dánardags. Ekkja hans bjó þar áfram til 1822.


Jón Snorrason

Jón Snorrason. F. 1776. D. 4. júní 1829.

Foreldrar: Snorri Einarsson í Höfn og Solveig Pétursdóttir kona hans.

Kona: 1800, Silfá, f. um 1773, d. 6. okt. 1854, Sigurðardóttir.

Börn: Þuríður Jónsdóttir, átti Vagn Ebenezersson hreppstjóra á Dynjanda. Solveig Jónsdóttir, átti fyrst Jón Jónsson í Höfn. Salman Jónsson bóndi í Kjaransvík. Guðný Jónsdóttir, ráðskona Stefáns Magnússonar húsmanns í Rekavík.

Jón Snorrason bjó víða. Hann var húsmaður í Höfn 1798-99. Bóndi í Hælavík 1801, í Kjaransvík 1805-11, á Hesteyri 1812-16. Bóndi á Álfsstöðum og Kvíum í Grunnavíkurhreppi 1816-22. Bóndi í Rekavík 1822-29. Þrátt fyrir tíða flutninga virðist Jón hafa komist sæmilega af.

Hann drukknaði ásamt Jóni Jónssyni tengdasyni sínum.


Jerimías Eyjólfsson

Jerimías Eyjólfsson. F. um 1793. D. 4. maí 1841.

Foreldrar: Eyjólfur Snjólfsson bóndi á Hesteyri og kona hans Guðbjörg Jónsdóttir.

Kona: 27. júní 1830, Silfá Sigurðardóttir, ekkja Jóns Snorrasonar. Þau barnlaus.

Jerimías bjó í Rekavík frá 1830 til dánarsdags, að undanskildu einu eða tveim árum, sem hann bjó á Glúmsstöðum.


Stefán Magnússon

Stefán Magnússon. F. 3. febrúar 1810. D. 15. október 1835.

Foreldrar: Magnús Sigurðsson bóndi í Höfn og kona hans Valgerður Þorsteinsdóttir.

Ráðskona Stefáns var Guðný Jónsdóttir Snorrasonar.

Barn: Þorsteinn Stefánsson dó ungur.

Stefán var húsmaður í Rekavík 1835, þegar hann dó. Hann hrapaði til bana úr Skálakambi.


Salman Jónsson

Salman Jónsson. F. 13. marz 1812. D. 2. júlí 1862.

Foreldrar: Jón Snorrason bóndi á Hesteyri, síðast bóndi í Rekavík bak Höfn og kona hans Silfá Sigurðardóttir.

Kona: 27. okt. 1839, Valdís, f. 1802, d. 26. maí 1888, Jósefsdóttir, Jósefssonar í Bolungarvík á Ströndum.

Börn: Svíalín Salmansdóttir, átti Friðrik Guðmundsson í Kjaransvík. Salóme Salmansdóttir átti Friðrik Steinsson frá Álfsstöðum. Þau bjuggu í Grunnavík.

Salman var húsmaður í Hlöðuvík 1840, bóndi í Kjaransvík 1850-55. Bóndi í Tungu 1855-60. Húsmaður í Rekavík bak Höfn, þegar hann lézt. „Ekki ógreindur, en sérvitur“


Agnar Sigurðsson

Agnar Sigurðsson. F. 1810. D. 3. október 1851.

Foreldrar: Sigurður Björnsson á Atlastöðum og kona hans Kristín Jónsdóttir.

Kona: 7. nóv. 1841, Solveig Jónsdóttir, Rekavík bak Höfn, ekkja Hjálmars Jóhannssonar. Agnar var þriðji maður hennar.

Börn: Agnar Agnarsson, d. 18. marz 1905, vinnumaður á Læk og víðar, átti Herborgu Sigurðardóttur, ekkju Friðriks Einarssonar bónda í Rekavík.

Agnar Sigurðsson var húsmaður í Hlöðuvík 1841, húsmaður í Rekavík 1845 og húsmaður í Kjaransvík 1850-51. Hann drukknaði í Kjaransvíkurá.


Ásgeir Halldórsson

Ásgeir Halldórsson. F. 29. febrúar 1804. D. 25. nóvember 1852.

Foreldrar: Halldór Guðmundsson bóndi í Þverdal og fyrri kona hans Hildur Tómasdóttir.

Kona. 29. sept. 1832, Soffía Mahalaleelsdóttir, ekkja Þórðar Jónssonar húsmanns á Atlastöðum.

Börn: Þórður Ásgeirsson, Tómas Ásgeirsson, dóu báðir ungir. Þórdís Ásgeirsdóttir, varð holdsveik.

Ásgeir bjó á Glúmsstöðum 1833-35. Húsmaður í Rekavík bak Höfn 1836-40. Húsmaður í Hlöðuvík 1845-50, dó í Hælavík.


Jósef Hjálmarsson

Jósef Hjálmarsson. F. 4. janúar 1835. D. 29. júní 1904.

Foreldrar: Hjálmar Jóhannsson bóndi í Höfn og kona hans Solveig Jónsdóttir, Höfn.

Kona: 17. apríl 1859, Guðrún, f. 5. apríl 1822, d. 29. janúar 1901, Ólafsdóttir, Jónssonar á Atlastöðum.

Börn: Margrét Jósefsdóttir dó ung og ógift. Ingibjörg Jósefsdóttir, Atlastöðum, f. 21. sept. 1864, d. 21. febrúar 1948, ógift, ljósmóðir í Sléttuhreppi í tugi ára.

Jósef var húsmaður í Tungu 1859-62. Bóndi í Rekavík bak Höfn 1864. Bóndi á Atlastöðum 1870-1900, líklega húsmaður síðustu árin. Jósef var afburða bjargmaður. Hann seig fyrstur manna fyrir fugl í Festarskörð, heiðnaberg Hælavíkurbjargs.


Arnór Ebenezersson

Arnór Ebenezersson. F. 1823. D. 13. júlí 1870.

Foreldrar: Ebenezer Ebenezersson bóndi á Dynjanda og Guðrún Einarsdóttir ógift heimasæta í Kjós

Arnór ólst upp hjá móðurforeldrum sínum, en þau fluttust að Horni, þegar Arnór var barn að aldri.

Kona: 15. sept. 1844, Bjargey, f. 5. nóv. 1824, d. 7. júní 1866, Einarsdóttir Sigurðssonar bónda á Horni.

Börn: Guðfinna Arnórsdóttir kona Kristján Jónssonar bónda í Höfn og Hælavík. Ebenezer Arnórsson, átti Margréti Bjarnadóttur frá Sandeyri. Þau bjuggu í Meirahrauni í Skálavík. Þaðan drukknaði Ebenezer 1884. Ingveldur Arnórsdóttir, átti Ólaf Bjarnason í Bolungarvík. Sonur þeirra var Ragúel Bjarnason byggingarmeistari í Noregi. Matthildur Arnórsdóttir, átti Guðna Jósteinsson bónda á Atlastöðum. Guðrún Arnórsdóttir, kona Eiríks Gídeonssonar á Oddsflöt í Grunnavík. Elín Arnórsdóttir átti Sigmund Hagalínsson bónda á Oddsflöt í Grunnavík. Salóme Arnórsdóttir giftist ekki. Kristín Arnórsdóttir, kona Sigurðar Friðrikssonar á Læk.

Arnór var húsmaður á Horni 1845-48 og aftur húsmaður þar 1861-1863. Húsmaður í Höfn 1849 og 1863-64. Bóndi í Rekavík 1850-61. Hann fluttist til Bolungarvíkur 1864-64 og andaðist þar. Arnór var sagður vel gefinn og listasmiður.


Friðrik Einarsson

Friðrik Einarsson. F. 3. september 1831. D. 9. desember 1872.

Foreldrar: Einar Sigurðsson bóndi á Horni og fyrri kona hans Guðfinna Sigmundsdóttir.

Kona: 13. sept. 1856, Herborg, f. 19. des. 1835, d. 15. marz 1905, Sigurðardóttir, Jónssonar á Sléttu. Húnn átti síðar Agnar Agnarsson vinnumann á Læk.

Börn: Sigurður Friðriksson bóndi á Læk. Guðleifur Friðriksson, fór ungur til Ameríku og ílentist þar. Karólína Friðriksdóttir, d. 15. júní 1936 á Ísafirði.

Friðrik var húsmaður í Höfn 1855 og aftur 1865-66. Bóndi á Steinólfsstöðum 1856-65. Húsmaður á Horni 1856. Bóndi í Rekavík bak Höfn 1866-71. Bóndi í Hælavík 1871-72. Þaðan drukknaði hann við annan mann á báti.


Jóhannes Skaríasson

Jóhannes Skaríasson, Rekavík bak Höfn

Hjálmar Jóhannesson

Hjálmar Jóhannesson. F. 9. apríl 1850. D. 6. maí 1905.

Foreldrar: Jóhannes Sakaríasson húsmaður í Stakkadal, síðast bóndi í Rekavík, og kona hans Guðrún Hjálmarsdóttir.

Kona: 29. sept. 1878, Guðrún, f. 2. maí. 1858, d. 6. janúar 1924, Ebenezersdóttir, Sigurðssonar, bónda í Furufirði.

Börn: Björg Hjálmarsdóttir, dó ung. Jón Hjálmarsson, f. 27. júní 1885, kvæntist ekki. Jóhanna Hjálmarsdóttir, f. 6. maí 1882, d. 4. ágúst 1935. Jóhannes Hjálmarsson skipstjóri á Siglufirði, f. 16. okt. 1895, d. 1942. Ólst upp hjá föðurbróður sínum, Kristjáni Jóhannessyni. Sigurður Hjálmarsson bóndi í Rekavík.

Hjálmar var húsmaður í Rekavík 1880-84. Bóndi á Steinólfsstöðum í Jökulfjörðum 1885 og aftur rétt fyrir aldamótin. Bóndi í Hælavík 1894. Bóndi í Hlöðuvík 1901-1905.


Pétur Jóhannsson

Pétur Tryggvi Jóhannsson. F. 29. september 1870. D. 6. apríl 1905.

Foreldrar: Jóhann Halldórsson refaskytta, þá húsmaður á Nesi í Þverárhreppi, V. Húnavatnssýslu, síðar landnámsmaður og bóndi í Látravík við Horn, og kona hans Hómfríður Þorvaldsdóttir.

Kona: 1899, Petolína, f. 20. marz 1881, d. 31. des. 1911, Elíasdóttir, Guðmundssonar vinnumanns á Steinólfsstöðum og Svanfríðar Kristjánsdóttur.

Börn: Hólmfríður Pétursdóttir húsfreyja í Reykjavík, Stefán Sölvi Pétursson bóndi í Rekavík, Bjargey Halldóra Pétursdóttir, kona Sigmundar Guðnasonar bónda í Hælavík. Bjarni Kristján Pétursson bóndi á Hesteyri. Pétur Tryggvi Pétursson, f. 28. júlí 1903, netagerðarmaður á Grænagarði í Skutlulsfirði.

Pétur Jóhannsson var húsmaður í Rekavík 1900-1904. Húsmaður í Hælavík 1904-1905. Greindur maður og hagmæltur.


Guðjón Jónsson

Guðjón Jónsson. F. 1. maí 1864. D. 21. sept. 1905.

Foreldrar: Jón Björnsson vinnumaður á Ísafirði, síðast bóndi í Kjaransvík, og kona hans Ingveldur Jónsdóttir.

Bústýra Guðjóns var Svanfríður Kristjánsdóttir frá Steinólfsstöðum, f. 27. ág. 1858, d. 4. ág. 1938. Sonur þeirra: Kristján Jón Guðjónsson, f. 19. nóv. 1896, sjómaður í Bolungarvík.

Guðjón var húsmaður í Kjaransvík 1896, húsmaður í Rekavík 1901, en fluttist skömmu síðar á Laugarnesspítala í Reykjavík og andaðist þar. Guðjón var sagður hraustmenni að burðum. Svanfríður bústýra hans fluttist til Bolungarvíkur 1910 og átti þar heima síðan.


Guðrún Ebenezersdóttir

Guðrún Ebenezersdóttir, ekkja Hjálmars Jóhannessonar, bjó í Rekavík með börnum sínum 1906-24. hún keypti jörðina og byggði hana upp. Fóstursonur hennar var Stefán Sölvi Pétursson bóndi í Rekavík. Guðrún var einstök dugnaðarkona, stjórnsöm og vinnusöm, raungóð og hjálpsöm.


Stefán Pétursson

Stefán Sölvu Pétursson, Rekavík bak Höfn

Sigmundur Guðnason

Sigmundur Ragúel Guðnason. F. 13. desember 1893.

Foreldrar: Guðni Kjartansson bóndi í Hælavík og kona hans Hjálmfríður Ísleifsdóttir.

Kona: 2. okt. 1920, Bjargey Halldóra, f. júní 1902, Pétursdóttir, Jóhannssonar úr Látravík, ólst upp hjá Kristjáni Jónssyni í Hælavík.

Börn: Pétur Sigmundsson, f. 1. sept. 1921, kvæntur Birnu Þorbergsdóttur, verkamaður á Hjalteyri í Eyjafirði. Guðný Hjálmfríður Sigmundsdóttir, f. 16. sept. 1922, kona Reynis Jónssonar verkamanns í Keflavík. Petólína Sigmundsdóttir, f. 16. sept. 1922 (þær tvíburar), átti Guðmund Ólaf Guðjónsson smið úr Þaralátursfirði. Hann fórst í Hornbjargi 1. júní 1954. Jón Þorkell Sigmundsdóttir, f. 11. janúar 1925, sjómaður í Bolungarvík, bjó á Horni 1951-52, kvæntur Huldur Eggertsdóttur úr Bolungarvík. Kjartan Hólm Sigmundsson, f. 22. des. 1927, sjómaður, kvæntur Maríu Hallgrímsdóttur frá Dynjanda í Jökulfjörðum. Guðfinna Ásta Sigmundsdóttir, f. 20. febrúar 1931, kona Jóns Guðmundssonar verkamanns í Keflavík. Ingibjörg Unnur Sigmundsdóttir, f. 20. maí 1933, kona Arnórs Jónssonar, búsett á Ísafirði. Trausti Sigmundsson, f. 24. nóv. 1937, ókvæntur.

Sigmundur var bóndi í Hælavík 1920-37. Bóndi í Rekavík 1937-1940. Bóndi í Höfn 1940-42. Vitavörður og bóndi í Látravík 1942-1947. Fluttist til Ísafjarðar 1947 og bjó þar síðan. Skáldmæltur. Ljóðabók hans, Brimhljóð, kom út 1955.


Sigurður Hjálmarsson

Sigurður Hjámarsson, Rekavík bak Höfn